Skírnir - 01.01.1960, Page 162
160
Jacqueline Simpson
Skímir
síns, jafnvel þótt það hafi í för með sér, að óviðkomandi efni
slæðist með. Þessi háttur er viðhafður af mismunandi mikilli
list hjá mörgum söguriturum, því að stöðugt er höfuðviðfangs-
efni þeirra orsakir atburða og hvatir manna, og jafnstöðug
er ósk þeirra um að hafa söguþráðinn í réttri tímaröð. Árang-
urinn er sá, að sagan stefnir inn á við frá ýmsum, að því er
virðist óskyldum staðreyndum, að aðalsjónarsviði sögunnar,
sem hver þáttur hefur lagt skerf til. f sögum, sem að nokkru
leyti eru skáldsögur, er aðferð þessi fáguð og óviðkomandi
efni fellt burt, en hér, í höndum minni listamanns, sem fyrst
og fremst fæst við sögulegar staðreyndir, leiðir það til þessa
samsafns smáatriða, er gagnrýnendur sögunnar fordæma.
Samt mun athugun á þáttunum sýna, hvemig ákveðin
mynd er jafnt og þétt byggð upp í langflestum þeirra með
þessari óbeinu aðferð og hvemig aðalhlutverk frásagnarinnai'
sést greinilega að baki smáatriðanna.
Þannig em flest þau atriði, sem sagt er frá í fyrsta kapit-
ula, nauðsynleg til að skilja Helgastaðamál fyllilega, en það
var mál, sem var svo flókið, að heiðarlegir menn gátu haft
skiptar skoðanir um það. Mikilvægi þáttarins kemur greini-
lega í ljós, þegar höfðingjarnir skerast í leikinn. Þetta var,
að því er virðist, fyrsta stórmálið, sem lagt var fyrir Guð-
mund, eftir að hann varð goði, og markaði vissulega fyrsta
skrefið í göngu hans til valda. Sagan segir, að hann einn hafi
haft sóma af málinu vegna vizku sinnar og röggsemi, er hann
lét það til sín taka. Aftur á móti sýna Þorvarður Þorgeirsson
og Önundur Þorkelsson gerræðisfullt skeytingarleysi gagnvart
lögum og rétti, og Eyjólfur Hallsson, sem hefur þó lögin sín
megin, kemur jafnvel fram sem lævís og ekki alls kostar
heiðarlegur maður. Viturleg og réttlát lausn deilunnar, sem
Guðmundur og Grímur Snorrason eiga frumkvæði að, er á
áhrifaríkan hátt borin saman við þá þrjózkufullu og hættu-
legu stifni, sem ríkti, áður en þeir gengu í málið, og krefst
því meðalganga þeirra þekkingar á 1. kapítula, ef hún á að
skiljast. Ef til vill er eimmgis þörf á að telja um hálfa tylft
setninga í þessum kapítula, óviðkomandi efni sögunnar.
Fjórði kapítuli kemur aðalsögunni töluvert við. Tónninn er