Skírnir - 01.01.1960, Side 165
Skírnir
Samfellan i Guðmundar sögu dýra
163
Næsti kapítuli, 10. kap., segir frá fjandskap ögmundar
sneisar og Þórðar í Laufási, hálfbróður Guðmundar. Eins og
sagan er sögð hér, snertir hún Guðmund ekki mikið, en ljóst
virðist af frábrugðinni frásögn af máli þessu í Gufimundar
sögu biskups, að bæði Guðmundur dýri og önundur hafi
verið flæktir í þetta mál, að því er virðist sem bandamenn,
og að Guðmundur hafi komið fram með óvenjulegum ofsa og
ef til vill jafnvel með yfirgangi.15) Höfundur GuÖmundar sögu
dýra hefur dregið hulu yfir þátt, sem var söguhetju hans til
vansæmdar, en sennilegt er, að hann hafi gert sér grein fyrir,
hversu mikið Guðmundur hafi í raun og veru verið flæktur í
málið, og hafi því haft með frásögn af því í sögunni.
Næsta hluta sögunnar, 11. kapítula, er lítill gaumur gefinn
í aðalritgerð Magnúsar Jónssonar, og í enska útdrættinum
aftan við bókina er honum sleppt með þeirri athugasemd, að
hann sé „óviðkomandi atburður í Ólafsfirði“. Samt er þetta
þáttur, sem hefur mikla þýðingu fyrir söguna. Smádeila nokk-
ur á milli bænda er rakin í einstökum atriðum, en atriði þessi
eru nauðsynleg, ef lesandinn á að gera sér að fullu grein fyrir
óréttmæti skilmála þeirra, er settir voru af Þorfinni önundar-
syni, sem bauðst til að vera gerðarmaður í málinu, en Guð-
mundur tekur engu að síður skilmálum hans fyrir hönd fylg-
ismanna sinna. Þetta mál, sem er annað í röðinni af móðg-
unum þeim, sem egna Guðmund til mannvíga, er nauðsyn-
legt atriði í sögunni, og er ekki unnt að vísa því svo auðveld-
lega á bug.
Hingað til hefur sagan þróazt með hverri bylgjuhreyfing-
unni á eftir annarri, og hver þeirra boðar vaxandi hættu,
sem svo virðist lægja. Frá og með 12. kapítula stefna atburð-
irnir stöðugt að hámarki. Hér bregður sagan út af réttri tíma-
röð og snýr aftur til ársins 1194 til þess að skýra orsakimar
að útlegð Runólfs. Þegar Runólfur rýfur, árið 1196, skilmála
þá, sem settir höfðu verið, og móðgar síðan Guðmund og Kol-
bein með því að taka aftur hesta þá, sem hann hafði gefið
þeim, og færir önundi, kemur tilgangur þáttarins greinilega
15) Byskupa sögur, útg. Guðni Jónsson, Reykjavik 1948, II 238.