Skírnir - 01.01.1960, Síða 171
Skírnir
Samfellan í Guðmundar sögu dýra
169
náið til meðferðar. Síðan rit Magnúsar Jónssonar kom út,
hafa þeir, sem varið hafa þá skoðun, að um einn höfund sé
að ræða, rannsakað málið rækilegar.
Sá fyrsti, sem varð til þess, var Jón Jóhannesson, sem lýsti
því yfir, að ýmis einkenni bentu til þess, að höfundur væri
aðeins einn, og tilfærði sem dæmi, hvernig staðanöfn væru
kynnt í allri sögunni á sama hátt og mannanöfn, t. d. Hann
bjó á bæ beim er heitir á HelgastgSum, í héraði bví er Reykja-
dalr heitir.21)
Þetta er venja, sem Einar Ól. Sveinsson álítur einkenni á
klerkastil 12. aldar og hann segir, að hafi orðið greinilega fá-
tíðari, eftir því sem leið á þrettándu öldina.22) 1 GuSmundar
sögu dýra er mikill hluti staðarnafnanna (venjulega bæjar-
nöfn) kynntur á þennan hátt, þegar þau eru nefnd í fyrsta
sinn, eða hvorki meira né minna en í 35 skipti af 124. Þau,
sem ekki eru kynnt á þennan hátt, eru venjulega annaðhvort
nöfn á stórum svæðum, eins og t. d. fjörðum, eyjum eða mik-
ilvægum dölum, eða þá nöfn á sérstaklega frægum stöðum
eins og Gásir, Hólar eða Oddi, eða þá, að þau eru aðeins nefnd
eins og af tilviljun, af því að þau eru ekki nátengd atburðum
sögunnar. Nú er það eftirtektarvert, að aðferð þessi kemur
fyrir í næstum því hverjum kafla sögunnar og að þótt fullt
tillit sé tekið til þess, að þættirnir, eins og þeim hefur verið
skipt af Magnúsi Jónssyni, eru mismunandi langir, er ekki
hægt að segja, að frá tölulegu sjónarmiði sé neinn munur á
því, hve aðferð þessi kemur oft fyrir í þeim.23)
P. G. Foote hefur athugað stíl sögunnar frekar,24) og flokk-
21) Sjá Sturlungu 1946, II xxxii.
22) Einar Ól. Sveinsson, Um Njálu, 1933, bls. 60—70; On Dating the
Icelandic Sagas, London 19S8, bls. 110.
23) Hér fer é eftir hlutfallið milli þeirra staðarnafna, sem kynnt eru
með þessari aðferð, og þeirra staðamafna, sem eru það ekki, i hverjum
þætti Magnúsar Jónssonar fyrir sig: 5:23, 3:3, 3:5, 5:8, 3:2, 1:6, 1:3, 11:28,
0:5, 2:5, 1:0, 0:1. Heildarhlutfallið fyrir þættina alla er 35:89. öll staða-
nöfn hafa verið talin hér með. Ekki hefur verið reynt að greina á milli
bæjarnafna, fjarðanafna, dalanafna, o. s. frv.
24) Sjá ath. 18.