Skírnir - 01.01.1960, Síða 173
Skírnir
Samfellan í Guðmundar sögu dýra
171
unum, er sagan mjög gagnorð: Guðmundur lét sem hann
vissi eigi, ok þurru mjgk metorS GuSmundar, ok þótti hann
mjgk saman ganga viS þat, er til kom. Ok kglluSu menn,
at GuSmundr sœti á friSstóli uppi í Oxnadal, ok kváSu þeir
mundu hláSa vegg í dalinn fyrir ofan ok néSan, ok tyrfa yfir
síSan, ok kasa þar metorS GuSmundar (12. kap.). Eftir ön-
undarbrennu hefst 15. kapítuli með orðum, sem virðast af
ásettu ráði vera öfugt bergmál á byrjun 6. kapitula: Nú þótti
GuSmundi ærnir mótstgSumenn sínir. Strax á eftir koma svo
athugasemdir um hugarástand óvina Guðmundar, sem eru í
beinni andstöðu við fyrirlitningu þeirra áður fyrr: En þá var
svá komit, at eigi þótti sýnt, hvat GuSmundr léti ógart viS
þá menn, er honum þótti ábóta vant viS . . . Þeir Hgrgdælir
hgfSu orSit limhlaupa viS GuSmund. Að lokum endar svo
sagan með þessum orðum: hann rézk vestr til Þingeyra til
munklífis ok andaSisk þar, ok lagSi svá metorS sín.
Ekki sýna þessar setningar einungis svipað orðfæri og ekki
aðeins þróun sögunnar stig af stigi, heldur virðist einnig gert
ráð fyrir, að sagan verði lesin í heild, svo að vísbendingar
skiljist án frekari skýringa. Höfundar sundurlausra þátta
myndu varla vinna þannig. Liklegra er, að slikar setningar
verði til í huga manns, sem hefur yfirlit yfir söguna alla og
ætlast til, að hún verði lesin á sama hátt.
Ýmis önnur atriði styðja þessa skoðun. Bergmál af svívirð-
ingunum um Guðmund 112. kapítula (sem hafðar eru eftir
hér að framan) má heyra í spaugi Leifs og Halla í næsta
kapítula: Fyrir skgmmu gengu vit um allan Oxnadal ok kgnn-
uSum haga allt it efra ok fundum ekki sauSa nema eina á
kollótta, ok var af fallin ullin gll, ok mun hon óvíSa ganga í
óárum; ok ætlum vér, at GuSmundr siti fast á friSstóli sínum.
Þessi athugasemd endurspeglast svo aftur í svari Guðmundar,
þegar Önundur spyr, hver sé fyrir árásarliðinu gegn honum:
Lítil er forvistan. Hér er nú komin ærin kollótt gengin ór dal
ofan, ok þó af ullin harSla mjgk, ok er eigi forystusauSrinn
fengiligri en svá. En þó œtlar hon nú at annathvárt skal vera,
at hon skal láta af sér allt reyfit, eSr ganga meS fullu reyfi
heim.