Skírnir - 01.01.1960, Síða 176
174
Jacqueline Simpson
Skímir
ok hittusk eigi, ok var þat vel, 7. kap.
Sá skapsannmarki lagSisk á fyrir GuSmundi, at hann elsk-
aSi konur fleiri en þá er hann átti, 9. kap.
ok kom þat illa viS, þvíat sá maSr átti hana, er Bjgrn hét,
10. kap.
ok varSr sú sáittargorS óvinsæl, 11. kap.
Þat var mál manna, þar er Þorfinnr var, at hann mundi
eigi lifa, þótt hann hefSi engi áverka, svá var hann mjgk
kostáSr af eldi, 14. kap.
ok varSr ekki annat til en þetta, 16. kap.
Dómar þessir gefa til kynna höfund, sem er hófsamur,
friðsamur, er illa við ofbeldi og siðferðislega lausung. Þetta
er sama viðhorf og sjá má í sviðsetningu sögunnar allrar, í
því, hvernig þolinmæði Guðmundar er reynd út í yztu æsar
og í fordæmingu á ofbeldi og áeggjan. tJr því að útlínur sög-
unnar allrar, einstök atriði og athugasemdir gefa sama sjón-
armið til kynna, er það varla hugsandi, að verk margra handa
gæti skapað svo samstæða mynd.
önnur einkenni höfundar, þótt ekki séu þau eins mikil-
væg, birtast hér og hvar í verkinu. Hann hefur til að bera
nokkra guðrækni og gætir þess sérstaklega að geta um, hvort
hinir vegnu hljóti sakrament af presti fyrir dauða sinn og
hvort þeir séu jarðaðir í vígðri mold. Hann virðir helgi kirkna,
en þó eru honum kirkjumál ekkert sérstaklega hugstæð. Það væri
fljótræði að gera ráð fyrir, eins og stundum hefur verið gert,
að líklegt sé, að hann hafi verið klerkur eða munkur, vegna
þess að mat hans á hlutunum sé fyrst og fremst kristið. Hann
segir frá allmörgum óhugnanlegum fyrirbrigðum: Oddkatla
sér vofu eða afturgöngu eiginmanns síns (l.kap.), axir væla,
og fæst það væl ekki þaggað niður nema með heilögu vatni
Guðmundar Arasonar, önundur verður skyndilega ósýnileg-
ur skömmu fyrir dauða sinn (13. kapítuli), glámsýni blekkir
menn þá, er ráðast heim að Bakka (23. kap.).25) Höfundurinn
25) önnur Jarteinabók Þorláks helga varðveitir munnmæli á þá leið,
að árás þessari hafi verið bægt frá fyrir undursamlega ílilutun anda Þor-
láks biskups helga. Eins og sagan er sögð i GuSmundar sögu dýra, eru þar
engin merki um þvílíka trúarlega skýringu; í sannleika sagt er ekki ljóst,