Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 177
Skírnir
Samfellan i Guðmundar sögu dýra
175
sýnir líka áhuga á skapgerð og ævintýrum kvenna, eins og
tekið hefur verið fram áður, og einnig á slungnum viðskipt-
um, sem komast nálægt því að vera óheiðarleg — til dæmis
er Eyjólfur nær undir sig arfleifð Teits „fyrir litlu meir en
helming verðs“ (l.kap.), nauðungarkaup önundar á Löngu-
hlíð (9. kap.) og kaupin, sem Hallur prestur og Þorgrímur
gerðu (18. kap.). Jafnvel bera hinir einkennilega sundurlausu
kapítular í lok sögunnar vott um sama viðhorf; smásögurnar
þrjár í 24. og 26. kapítula eru fyrst og fremst sögur um mak-
leg málagjöld og hafa til að bera þá sömu hrjúfu kímni og
sama smekk fyrir harðsótta samningagerð og sjá má annars
staðar.
Það kemur í ljós, að merki um þessi lítilsverðu en sér-
kennilegu áhugamál finnast jafnt um alla söguna, og er það
langt frá því að styðja þá kenningu, að þættirnir séu óskyld-
ir sin á milli. Miklu fremur benda þau til þess, að þegar höf-
undurinn reikar burt frá aðalefninu, gerir hann það til þess
að sinna sérstökum hugðarefnum sinum. Magnús Jónsson ger-
ir lítið til að sýna fram á, að efnið eða stíllinn sé breytilegur
frá einum þætti til annars. 1 sannleika sagt tilfærir hann að-
eins tvö dæmi um það — konulýsingar og áhuga á viður-
nefnum, sem hann sér merki um í IV. og V. þætti. I hvor-
ugu tilvikinu, tel ég, að hægt sé að taka rök hans til greina.
Það hefur verið sýnt fram á það hér að framan (bls. 157),
að áhugi á konum sé algengur i sögunni allri, og af þrjátíu
og fimm viðurnefnum í sögunni eru aðeins átta i þeim tveim
þáttum, sem tilgreindir eru.
Loks má geta þess, að þótt það sé varasamt að rökræða út
frá neikvæðum vitnisburði, virðist það vera réttlætanlegt hér,
því að væri ekki eðlilegt að gera ráð fyrir, að í þáttum, sem
ýmsar hendur hafa unnið að, mætti kenna ákveðins mis-
munar á stíleinkennum? Til dæmis væri mögulegt, að á
einum stað væri meira notuð söguleg nútíð en á öðrum, eða
meira af samtölum eða tökuorðum eða jafnvel persónulýsing-
um eftir smekk hinna ýmsu höfunda. En engar slíkar sveifl-
þrátt fyrir orðið glámsým, hvort höfundurinn áleit atburðinn vera yfir-
náttúrlegan eða villu, er stafaði frá þoku. Sjá Byskupa sögur, 1948, I 227.