Skírnir - 01.01.1960, Side 178
176
Jacqueline Simpson
Skímir
ur eru fyrir hendi; jafnt still sem tilgangur, viðhorf, aðferðir
og persónuleiki höfundar er sá sami frá byrjun til enda.
Það kemur i ljós, að það er í rauninni erfiðara að koma
kenningu Magnúsar Jónssonar heim og saman við textann,
eins og hann kemur fyrir, heldur en að gera ráð fyrir, eins
og fyrri fræðimenn gerðu, að þetta sé venjuleg saga, að vísu
nokkuð illa unnin, en samt verk eins manns og knúin áfram
að einu markmiði. Frá bókmenntalegu sjónarmiði er sagan
mjög athyglisverð. Við sjáum hér, hvers konar hvatir hafa
knúið mann, sem virðist hafa verið óvanur ritstörfum, til að
taka til meðferðar deilumál úr samtímanum og skrifa sögu
um það. Við finnum greinileg merki um aðferð þá, sem hann
notaði til að safna efni til sögunnar frá sjónarvottum, en verk
hans var mikið annað og meira en að skrásetja óheflaðar stað-
reyndir. Þrátt fyrir klaufalega kapitula og sundurlausan endi,
getum við séð, að efnið hefur verið steypt í samfellda frásögn
og túlkað í samræmi við ákveðið markmið og sjónarmið. Og
hér er líka hægt að sjá, hvernig viðleitnin til þess að vera ná-
kvæmur um staðreyndir leiðir til þess, að við bregður þeim
eiginleikum, sem í höndum mikilhæfari höfunda verða að
hinum sérkennandi einkennum sögustílsins: skarpt og lifandi
raunsæi, næmt eyra fyrir mikilvægum tilsvörum og glöggt
auga fyrir mikilvægum smáatriðum, ákveðnir siðferðisdómar
að baki frásagnarinnar, skýrar skapgerðarlýsingar og með-
vitund um afl margþættrar atburðarásar, er stefnir að dram-
atisku hámarki.
Sölvi Eysteinsson þýddi.