Skírnir - 01.01.1960, Side 179
ÁRNI BÖÐVARSSON:
ALDARMINNING ZAMENHOFS
HÖFUNDAR ALÞJÓÐAMÁLSINS ESPERANTO.
Árið 1859 bjó ungur menntaskólakennari, Mark Zamenhof
að nafni, með konu sinni í borginni Bialystok í Póllandi, er
þá laut Rússakeisara. Þau voru frumbyggjar, Gyðingar, og
ekki miklum efnum búin. Mark var maður strangur, mjög
reglusamur og nákvæmur um flesta hluti, en kona hans Roz-
alja blíðlynd og skilningsrik. Þær sagnir gengu að forfeður
Marks hefðu hrakizt undan Gyðingaofsóknum á Spáni á 15.
öld, og því var ættinni engin nýlunda þó að hún nyti ekki
sömu réttinda og aðrir þegnar þjóðfélagsins. En í Bialystok
bjuggu um þessar mundir menn af margs konar þjóðerni,
Gyðingar voru fjölmennastir, þá herraþjóðin Rússar, Pólverj-
ar, Þjóðverjar og Litháar. Hver þjóð talaði sina tungu og
kallaði þá útlendinga sem önnur mál töluðu. Valdsmenn
rússneska keisarans gerðu sitt til að viðhalda togstreitu milli
þjóðanna, eftir reglunni gömlu: deildu og drottnaðu. 1 þessu
umhverfi fæddist Zamenhof-fjölskyldunni fyrsti sonurinn
15.desember 1859. Drengurinn var skírður að sið Hebrea
og hlaut í skírninni nafnið El’azar, en ekki var það skráð
þann veg í bækur hinna rússnesku yfirvalda, heldur umrit-
að að rússneskum hætti í Lazar; það er nafn Lasarusar sem
við þekkjum úr biblíunni. Skv. siðvenju var síðar bætt við
öðru skírnarnafni, er byrjaði á sama bókstaf, Ludovik eða
Lúðvik. Alls eignuðust þau hjónin átta börn. Sonum sínum
komu þau til mennta af litlum efnum, og urðu þrír þeirra
læknar, en einn lyfjafræðingur. Þau fluttust búferlum til
Varsjár árið 1873, og gerðist Mark Zamenhof kennari í þýzku
við menntaskóla þar.
Snemma bar á góðum námsgáfum hjá Lúðvik litla Zamen-
hof, og öll skólaárin var hann jafnan efstur í sínum bekk.
12