Skírnir - 01.01.1960, Page 181
Skirnir
Aldarminning Zamenhofs
179
tala mál hennar ótilneyddur. Zamenhof ungi fékk snemma
þá hugmynd að eina lausnin á þessum vanda væri eitthvert
hjálparmál sem allir væru jafnréttháir fyrir. Reynslan af
umhverfinu sýndi honum að ekki gat það verið nein tunga
sem einhver þjóð talaði nú á dögum, þvi að þá yrðu henni
veitt forréttindi á kostnað annarra. 1 fyrstu virtist honum til-
tækilegast að lífga við tungu Rómverja hinna fornu, latínu.
Hann sá þó brátt að sökum flókinnar málfræði er hún nú á
tímum óhæf sem alþjóðamál, en það þarf að vera auðlært öll-
um, bæði háum og lágum. Á menntaskólaárum sínum sneri
Zamenhof sér því að annarri hugmynd, hugmyndinni um
nýtt mál er sameinað gæti kosti sem flestra mála en væri
jafnframt laust við galla þeirra. Slíkt mál yrði að búa til frá
grunni, á svipaða lund og við búum til nýyrði þegar okkur er
orða vant. Og hann hóf þegar tilraunir í þessa átt. í fyrstu
reyndi hann að biia til öll orðin með því að raða saman stöf-
um án nokkurra tengsla við orð sem hann þekkti úr lifandi
málum. Hann komst brátt að raun um að slíkan samsetning
er ákaflega erfitt að muna, og reynslan færði honum því
heim sanninn um það að alþjóðamálið yrði að vera búið til
úr orðum sem menn þekkja úr þjóðtungunum. Þegar hann tók
að læra ensku, opnaðist honum nýr heimur, þvi að þau mál
sem hann hafði hingað til kynnzt, hafa öll flókna málfræði,
en einn höfuðkostur enskrar tungu er einföld málfræði.
Einn meginvandi var þó stöðugt óleystur: hinn mikli og
óreglulegi orðafjöldi sem gerir þjóðtungurnar svo torlærðar
sem þær eru. Ef maður vill verða fullfær í erlendu máli,
verður hann að kunna sem flestar merkingar orða sem til-
greindar eru í mörg hundruð blaðsiðna orðabókum, enda er
reynslan sú, að mörg ár fara í það hjá málanemendum að
heyja sér orðaforða til að gerast hlutgengir á málinu. Svo er
t. d. um ensku, þó að málfræðireglur séu flestar einfaldar.
— Zamenhof komst að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að með
kerfisbundinni notkun viðskeyta má minnka orðafjölda til-
búins máls mjög mikið.
Þessar tvær meginreglur, einfalda málfræði og skipulegan
og einfaldan orðaforða, sameinaði nú Zamenhof í eitt og