Skírnir - 01.01.1960, Page 189
EINAR ÓL. SVEINSSON:
SAMTÍNINGUR.
HUGDETTUR OG ÁBENDINGAR.1)
4 b.
Til skýringar orðsins basmir í Hervararsögu var drepið á dæmi þess,
að silki þótti svo veglegt forðum, að það var gefið eða goldið konungum
með gulli eða silfri. Allmörg dæmi þessa eru i hinum fomrússnesku ár-
bókum, sem oft eru kenndar við Nestor. Ég styðst við danska þýðingu
eftir C. W. Smith (Nestors Russiske Kronike, Kaupmannahöfn 1869), sem
er mér nú hendi næst.
Bls. 40. Árið 6420 frá sköpun veraldar (911 e. Kr.) gerði Oleg (Helgi),
höfðingi Rússa (með því er á þessum tíma aðallega átt við norræna menn
é Rússlandi) og Leó keisari i Miklagarði friðarskilmála. Sendimenn Olegs
leysti keisari út með miklum gjöfum af gulli og silki.
BIs. 44. Ár 6452 fór Igor (Ingvar), höfðingi Rússa, með liði á hendur
Grikkjum, en þeir guldu honum gull og silki til að snúa við. Enn fremur
sendu Grikkir silki og mikið gull til Petsinega, sem Igor hafði leigt til
herfararinnar.
Bls. 55. Ár 6463 fór Olga (Helga) drottning til Miklagarðs og tók kristna
trú. Þegar hún fór heim, gaf stólkonungurinn henni miklar gjafir, gull og
silfur og silki og ýmsa dýrgripi.
Bls. 61. Ár 6479 átti Svjatoslav í ófriði við Grikki. Höfðingjar Grikkja
réðu keisara að senda honum gull og silki. Tók hann við því, en leit ekki
á það. Þá sendu Grikkir honum vopn, og lét hann þá vel af og sendi keis-
ara kveðju sina. Eftir það gerðu þeir frið á milli sín. Sýnir þessi saga stór-
læti Væringjans og minnir á frásagnir af Sigurði Jórsalafara.
Önnur dæmi hef ég fundið annars staðar, en hér þarf ekki fleiri vitna
við.
5.
August Strindberg skrifaði árið 1900 leikritið „Kronbruden“ (pr. 1902).
Hann kvað svo að orði um það, að stíll þess væri „íslenzkur“ (Skrifter af
August Strindberg XI, Sth. 1946, bls. 426).
Á ýmsum stöðum í leikritinu koma fyrir brot úr Sólarljóðum, oft með
viðbótum eða breytingum.
Svo kveður fosskarlinn og leikur undir á hörpu sina:
t) Framhald af greinunum í Skírni 1958.