Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 191
Skírnir
Samtíningur
189
6.
1 Kormaks sögu, 7. kap., segir fré því, að Steingerður Þorkelsdóttir var
gift Hólmgöngu-Bersa. Narfi heimamaður í Tungu fer að Mel og segir
Kormaki tíðindin, en hann tekur þeim illa og fer hraklega með Narfa.
Þá segir Narfi, kveður Kormaki munu þykja auðveldara að blístra í spor
SteingerSar og gera sínar farir hraklegar en berjast við Bersa. Orðtakið
blístra í spor er auðsjáanlega i óeiginlegri merkingu, um mann, sem misst
hefur af sínu, situr eftir með sárt ennið og er ef til vill með einhverja fé-
nýta tilburði, sem engin framkvæmd verður úr. 1 svipaðri merkingu er
orðtakið í Sverris sögu (Fms. VIII 60). Líkrar merkingar er orðtakið að
gala eptir í Helgisögunni af Ölafi Haraldssyni (útg. O. A. Johnsens, 17.
bls.): „Ok fór eigi Öláfr þá enn orþrifaráði á braut með skipum sínum ór
höndum óvina sinna, ok gólu þeir eptir í staðinn, en Óláfr Haraldsson var
þá í brottu." Orðið gala bendir á, að hér sé upphaflega að ræða um galdra-
athöfn, en óeiginlega merkingin lýtur að því, að hún hafi ekki alltaf kom-
ið að liði. Að þvilíkri athöfn er vikið í Færeyinga sögu (útg. Finns Jóns-
sonar, 55. bls.); er þar við haft orðið blístra. Þar segir, að Þrándur í Götu
gerði aðför að Sigmundi Brestissyni í Skúfey; tókst honum uppgangan og
sló hring um bæinn, veitti harða aðsókn og sótti með eldi og vopnum.
Eftir nokkura hrið kemur Þuríður húsfreyja í dyrnar og segir: „Hversu
lengi ætlar þú, Þrándr,“ segir hon, „at berjask við höfuðlausa menn?“
Þrándr mælti: „Þetta mun dagsanna," segir hann, „ok mun Sigmundr vera
í brottu." Nú gengr Þrándr rangsælis um bæiim ok blistrar. Þrándr kemr
nú at jarðhúsmunna einum, er stund þá var brott fré bœnum; hann ferr
þá svá, at hann hafði niðri aðra höndina á jörðu ok bregðr henni annat
skeið at nösum sér ok mælti: „Hér hafa þeir farit þrir, Sigmundr, Þórir
ok Einarr." Nú ferr Þrándr um hríð ok þefaði sem hann rekði spor sem
hundar; hann biðr þá ekki við sik koma, ferr hann til þess, er hann kemr
at gjá einni . ..“ Þar verðr Þréndr var við þá í myrkrinu, en að lokum
hlaupa þeir Sigmundur i sjóinn.
I fornenskum göldrum kemur það fyrir, að sungið er yfir fótsporum
þjófa. Gotfrid Storms (Anglo-Saxon magic, s’-Gravenhage 1948, 202. bls.
o. áfr.) tekur upp í safn sitt nokkur galdraráð til að finna þjófa, og í tveim-
ur þeirra er getið um að „syngja á fótspor" (singan on þæt fótspor). „Ef
fé er stolið. Ef það er hross, syng á fjötur þess eða beizli. Ef það er annað
fé, syng á fótsporið og tendra þrjú kerti og lát vaxið drjúpa þrisvar í
sporin (hofrec). Enginn maður getur haldið því duldu fyrir þér.“ Síðan
eru sungnar latneskar setningar.
Storms nefnir dæmi frá Japönum og Zúlumönnum, þar sem beitt er
töfrum við fótspor fénaðar, ef honum er stolið eða hann hefur hlaupizt
á brott.
7.
I síðasta hefti Skírnis lætur Bjarni Guðnason i ljós undrun, hvers vegna