Skírnir - 01.01.1960, Page 196
194
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
ekki sagt, en ætla má, að ummyndun konunnar merki, að landið kasti
ellibelgnum, jörð grói og menn og fé aukist og lifi í farsæld. Er þá þetta
í tengslum við frjósemistrú, sem víða í löndum var tengd við konungana;
gat þeim þá fylgt ár og friður, ef svo vildi verða.
„Nú grær jörð sem áðan“, segir Einar skálaglamm í Velleklu; segir
hann þar frá þvi, að Hákon jarl Sigurðsson kom úr ófriði og tók að dýrka
goðin.
Nokkrum árum síðar, væntanlega nálægt 990, yrkir Hallfreður vand-
ræðaskáld drápu um Hákon jarl. Af henni eru dálitil brot í Snorra-Eddu;
segir þar nokkuð frá hernaði jarls, en eftirtektarverðastar eru visur, sem
fjalla um það, er Hákon gekk til ríkis í Noregi. Viðhefur skáldið þar um
landið kenningar, sem merkja jörðina, og er kveðið svo að orði sem hún
sé kona, sem jarl gangi að eiga. Þannig er sagt, að jarl hafi spanið „barr-
haddaða Þriðja biðkván" með „sannyrðum sverða“ „und sik“ — en bið-
kván Þriðja er jörðin, en orðið „barrhaddaðr" lýtur að þvi, að á henni
vex barr likt og hár á konu. Skáldið heldur áfram: því hygg eg hermann-
inn „mjök trauðan“ at láta eina ítra Auðs systur (en það var jörðin),
„ferr jörð und menþverri“ (hinn örláta mann). Enn segir Hallfreður:
„Ráð lukusk" síðan, að sá snjalli „konungs spjalli" „átti eingadóttur Ónars,
viði gróna“, en eingadóttir Ónars er jörðin samkvæmt gömlum ættartöl-
um. Loks segir Hallfreður, að jarl gat teygja að sér breiðleita „Báleygs
brúði“ (jörðina) með „stála ríkismálum", líkt og fyrr var sagt.
Nú hefur þetta verið tekið sem orðskrúð eitt og líkingamál, sem skáld-
ið hefði spunnið úr heila sínum, og má það og svo vera. En þegar hafðar
eru í huga hinar írsku heimildir, kynni að mega 'hugsa sér, að meira byggi
undir. Væri þá eitt af tvennu, að skáldið hefði heyrt af fornum trúar-
athöfnum, líkum hinum írsku, og notað sér þær hugmyndir í kvæðinu,
eða Hákon hefði jafnvel haldið heilagt leikbrullaup til landsins, þjóðinni
til árs og friðar, en sjálfum sér til heilla og halds á jarldómi sínum. tJr
þessu verður nú ekki skorið. Einhver kynni að hugsa sér frásagnir heim-
ilda af kvennafari jarls á síðari árum lúta að frjósemisdýrkun, og virð-
ist það geta verið. Þó má hitt líka vera, að þær sagnir séu sprottnar af
rógi óvina hans. Mér koma i hug orð Gilberts Murrays ó einum stað, þar
sem hann ræðir um sagnimar af hinum hroðalegu glæpum, þar með kyn-
ferðisafbrotum, Þebumanna: „Þegar maður les þvílíka sakargiftarunu á
hendur manni eða þjóðflokki, hvort heldur er fyrr á timum eða nú á dög-
um, er erfitt að verjast þeirri hugsun, að einhverjum leiki hugur á landi
hans.“ (The rise of Greek epic 3, bls. 32.) En auðvitað geta þessar sagnir
af Hákoni líka verið munkadiktur, síðar til kominn.
Geta má þess að lokum, að til er vísa í Snorra-Eddu, eignuð Hofgarða-
Refi, um „gjöfrífan“ hermann, sem gengur í sæng meyjar, en óðara seg-
ir, að hann vinnur ærinn þroska — og má telja hugsanlegt, að hún lúti
að hinu sama og vísumar úr drápu Hallfreðar.