Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 200
198
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Morgansdóttur". ,,Hvar er hún?“ mælti hann. „Á eyju í úthafinu, og
meiri vitneskju færðu ekki.“
Art lagði frá frlandi í skinnhát og fór víða um höf og frá einni ey til
annarar. Að lokum kom hann til fagurrar, undursamlegrar eyjar; var hún
full af eplatrjám og fuglum og Mómum. Hús veglegt var á miðri eynni,
jiakið fuglavængjum, hvitum og purpuralitum, og bjó þar hópur fagurra
kvenna; meðal þeirra var Creide Firalaind, dóttir Fidechs Foltlebors.
Var honum tekið með kostum og kynjum, og kvað mærin, að koma hans
hefði verið ákveðin fyrir löngu. Kyssti hún hann síðan þrjé kossa. Síðan
sýndi hún honum glersal þeirra.
Nú var hann þar um stund og sagði henni frá erindi sinu. Hún mælti:
„Satt er það, að þetta er erindi þitt, en langt verður þangað til þú finnur
meyna, því að leiðin er torfarin; sjór og land er á milli, og þó að þú
komir þangað, muntu ekki komast lengra. Það er mikill og dimmur skóg-
ur (í hdr. stendur útsær, en Best leiðréttir), og er hann illfær, því að það er
eins og gengið sé á spjótsoddum, sem eru eins og lauf undir fótum manna.
Hérna megin þessa mikla skógar er hættulegur fjörður með alls konar
kvikindum i. Og mikill eikiskógur, þéttur og þymóttur, áður en komið er
að fjallinu, og myrkur skáli í hinum dularfulla skógi fyrir enda vegarins
og sjö galdrakindur og bað í (bráðnu) blýi bíður þín, þvi að koma þin
þangað hefur verið fyrir ætluð (eða spáð). Þó er annað enn verra, Ailill
Morgansson, sem ekki bítur vopn á. Þar eru tvær systur mínar með
tvo bikara í höndum, i öðrum er eitur, í hinum vín; drekktu, ef þörf
krefur, úr þeim, sem er á hægri hönd. Þar í grennd er borg meyjarinnar;
er þar um girðing úr bronzi og mannshöfuð á hverjum staf nema einum.
Og þá er Coinchend . . . móðir meyjarinnar, Delbchaemar Morgansdóttur."
Þessu næst segir frá ferðinni. Fyrst fer hann yfir hafið, þar sem kvik-
indin sóttu að honum; þá um skóginn, þar sem galdrakindurnar vom, og
þoldi hann af þeim högg og slög til morguns, en þó mátti hann sín meira.
Siðan hélt hann áfram, unz hann kom að hinu eitraða snæþakta fjalli; þá
tók við dalur fullur af froskum, þá fjall með ljónum. Síðan kom hann að
is-ánni, og var þar mjó brú yfir, þar barðist hann við jötun (Curnan, sem
síðan er kallaður dyravörður í höll Morgans) og bar hærra hlut. Næst barð-
ist hann við Ailill (bróður meyjarinnar) og felldi hann og þröngvaði konu
hans til að vísa sér leið til borgar (eða virkis) Morgans. Þar var Coin-
chend kona Morgans, sem hafði hundrað manna afl. Druídar höfðu spáð
henni, að þegar dóttir hennar yrði gift, mundi hún sjálf deyja. Tekið er
og fram, að henni var og spáð, að Art fengi dóttur hennar, og hafði hún
þá sett galdrakindurnar með blýbaðið að verða á vegi hans, og Curnan
og Ailill. Hún hafði og sett á leið hans eitruðu hestana (ekki getið áður)
og aðra farartálma.
Nú kom Art til borgar Morgans. Var þar girðing um af bronzi, miklir
salir og vegleg höll þar inni. Skínandi skemma var þar á háum stólpa.