Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 201
Skírnir
Samtíningur
199
Þjónustumey segir konungsdóttur, að þar sé kominn fríður hermaður, en
hún svarar, að það sé Art, og hafi hans lengi verið beðið. Kveðst hún fara
í annan sal, en hann skuli ganga inn í skemmuna, en ótti er henni á,
að móðir sín svipti hann lífi og setji höfuð hans á auða girðingarstafinn.
Nú segir frá bardaga hans við Coinchend drottningu, og er getið kvenn-
anna með bikarana tvo. Art sigrast á drottningu og vegur hana, og hefur
hann nú unnið horg Morgans.
Morgan er fjarri, en fréttir nú, hvað við sig er, fer nú þangað og skor-
ar Art á hólm, en Art vinnur hann. Tekur hann nú gísla í landi þessu
og fer með meyna Delbchaem til frlands; veita allir honum beztu við-
töku og konu hans, en stjúpmóðir hans er rekin brott úr konungsgarði.
Spurðu menn Art tíðinda, og kvað hann um það kvæði.
Af þessum útdrætti er augljóst, að textinn er meira og minna brengl-
aður og þar til stuttaralegur. Einhver skýrari texti hlýtur áður að hafa
verið til. Á þessu stigi er ógemingur að bollaleggja um heimildir þess
texta. Vera kynni, að kvæðið, sem getið er um, að Art kvað, en ekki er
tekið upp, væri gömul heimild. Líklegt má og þykja, að sagan af Art,
eins og hún er nú, sé aukin smáatriðum fyrir áhrif frá sögnum af
leiðsluritum miðalda.
Eins og sjá má, minnir hér sumt á efnið í Grógaldri og Fjölsvinnsmál-
um, annað er ólíkt. Upphaf frásagnarinnar um Art svarar til söguefnis
þess, sem ráða má af samtali mæðginanna í Grógaldri. Liklegt er, að
orðin „Ljótu leikborði skaut fyr mik hin lævísa kona, sú er faðmaði minn
föður“ eigi að skiljast bókstaflega, að þau hafi teflt, eins og í írsku sög-
unni (sbr. Um ísl. þjóðsögur 220 nm). Það atvik, að Svipdagur vekur upp
móður sína til að fá af henni galdrana, er án efa norrænt að uppruna.
f Fjölsvinnsmélum er söguefni frábrugðið irsku sögunni; samtal Svipdags
og Fjölsvinns kemur þar í stað hinna fábreytilegu vopnaskipta. En ýmis
smáatriði eru lík, t. d. hin bjarta skemma og bronzgirðingin, sbr. „garðar
glóa mér þykkja um gullna sali“; skemman er á stólpa, sbr. að salurinn
í Fjölsvinnsmálum „á brodds oddi bifask". Þá minna viðtökur konungs-
dóttur, sem hefur búizt við komu Arts, á viðtökur Menglaðar, og þó ekki
síður viðtökur hinnar ungu meyjar Creide á hinni fögru ey („fylgja skal
kveðju koss“).
Einkennilegt er og óvænt, hve margir farartálmar í ferð Arts og Svip-
dags eru líkir: á, sjór, frost á háfjalli; ferðin um skóginn kynni að mega
kallast „niflvegur", og „kristin, dauð kona“, sem líklegt er annars, að sé
afbökun, svarar nokkuð svo til galdrakindanna í húsinu, og í bæði skiptin
iðja þær um nótt. í báðum frásögnum er gert ráð fyrir, að söguhetjan
mæti fjandmönnum, sem við sé að eiga, en atvik eru frábrugðin. Af þessu
kynni að mega ætla, að galdrarnir lytu að raunverulegri frásögn af ferð-
inni, þó að þeir séu annars ortir undir áhrifum frá ljóðatalinu í Háva-
málum.