Skírnir - 01.01.1960, Síða 202
IIITFREGNIR
Róbert A. Ottósson: Sancti Thorlaci Episcopi Officia Rhythmica ct
Proprium Missæ in AM 241 A Folio. Bibliotheca Arnamagnæana, Suppl.
III. Ejner Munksgaard. Copenhagen 1959.
Hinn 10. október 1959 varði Róbert A. Ottósson rit þetta fyrir doktors-
nafnbót i heimspeki við Háskóla íslands. I andmælum þeim, sem þá voru
flutt, kom fram mikil viðurkenning á framsetningu og meðferð efnisins.
Má hér vísa til andmæla minna, er birt eru í Lingua Islandica, Islenzk
Tunga, Tímarit um íslenzka og almenna málfræði, 2. árg. Reykjavik 1960,
bls. 83—118. Þar eru nefnd nokkur atriði, sem óþarft er að endurtaka á
þessum vettvangi. Hins vegar má hér nefna atriði, sem féllu í hlut pró-
fessors Bruno Stáblein frá Erlangen að gera fræðileg skil, þótt hér sé
þess ekki kostur.
Það er mjög skemmtilegt og athyglisvert, að rit þetta skuli vera samið
af manni, sem kosið hefur sér það hlutskipti, að vera íslenzkur, en hefur
ekki fæðzt til þess. Það er og skemmtilegt, að hluti af handriti í Árna-
safni skuli vera tekinn til meðferðar og að ritsmíðin skuli vera kostuð til
útgáfu af Árnanefnd. Enn fremur að doktorsvörnin skyldi fara fram við
Háskóla íslands. Hérna hafa margar leiðir legið saman.
-Um öndvegisrit er að ræða. Þýðing þess og mikilvægi er almenns eðlis
á vettvangi fræðanna. Það er ekki bundið við Island eitt, heldur opnar það
innsýn almenna í tónlistarsögu Norður-Evrópu og hefur hlotið almenna
viðurkenningu úti um lönd sem mikilvægt heimildarrit. Fyrir Islendinga
hefur ritið óhemju-mikla þýðingu. Að visu kann einstöku mönnum virð-
ast það vera sorgarefni, að sannað skuli vera, að um íslenzka og þá inn-
lenda tónsmíð skuli ekki vera að ræða. Sjálfur hef ég bent á það atriði
í fyrirlestri, sem haldinn var á fundi norrænna kirkjutónlistarmanna í
Reykjavik 1952. Þar var bent á, að Þorlákstíðir hljóti að hafa verið settar
saman á Islandi, m. a. vegna textans, sem fylgir lögmálum stuðlasetningar
islenzks kveðskapar. En svipur tónlaganna var hins vegar talinn almennt
evrópskur, sbr. Den islandske kirkemusiks udvikling, í Organist-Bladet,
Kabenhavn 1953, bls. 54. (Birt síðar á íslenzku í Kirkjuritinu).
Fyrir íslenzka tónlistarsögu er það þýðingarmikið, að hér er komin
fullnaðarkönnun á uppruna tónlaganna. Þau eru, eftir því sem dr. Róbert
kemst að, útlend að uppruna og aðallega runnin frá prédikarabræðrum,
betlimunkum. Að því er engin skömm. Kirkjan var sú mikla alþjóða-