Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 203
Skírnir
Ritfregnir
201
stofnun, sem miðlaði menningarstraumum út um öll hin kristnu lönd á
miðöldum. Hitt er stórum eftirtektarvert, að svo mikilla áhrifa skyldi gæta
frá munkareglu, sem aldrei eignaðist klaustur hér á landi, að tiðir annars
höfuðdýrlings þjóðarinnar skyldu mótast af hennar menningararfi. Skýr-
ingar á því má leita, en hvort sú rétta ráðning þeirrar gátu er fundin,
þegar bent er á biskupa eða ábóta á 14. öld, sem voru eða höfðu verið
i tengslum við prédikarabræður, kann að vera rangt. Einhver með öllu
óþekktur maður eða menn kunna hér að hafa lagt sinn skerf til þess
menningararfs, sem oss hefur verið fenginn í hendur. Að vísu er það eðli-
legt og sjálfsagt að benda á Arngrím ábóta Brandsson sem hugsanlegan
höfund, en það er ekki sannað. 1 því sambandi kemur dr. Róbert fram á
sjónarsviðið sem rýninn heimildakönnuður á almennu sviði sagnfræðinn-
ar, er hann gerir úfrœgS Arngríms ábóta skil og tengir hann fast við
prédikarabræður í Björgvin, um leið og leiðréttar eru missagnir og rangar
niðurstöður fyrri fræðimanna, er um þetta hafa fjallað. — Ef til vill er
lausn gátunnar um áhrif prédikarabræðra í tónlögum Þorlákstíða að finna
í hinum tiltölulega öru samgöngum við Björgvin um miðja 14. öld. —
Þorlákstiðir þessar hafa löngum þótt mikið djásn. Tiltölulega snemma
var þeim veitt athygli af fræðimönnum og þá aðallega í sambandi við
dýrlinginn sjálfan, enn fremur af því að þær eru tiltölulega heillegar.
Frá tíma kaþólskunnar er tiltölulega lítið varðveitt. Hvað þá, að það, sem
varðveitzt hefur, sé heillegt. Má í því sambandi geta þess, að það, sem nú
er þekkt af menjum dýrkunar Jóns helga Hólabiskups, er sáralitið að
vöxtum. Tilviljunin hefur hér ráðið miklu um, þvi eigi hefur minni rækt
verið lögð við að gera minningu hans veglega, meðan hann var árnaðar-
maður Hólastiftis. Enda sjáum við þess merki, að hann hefur haft sin
lofgjörðarljóð latnesk, þótt nú sé fátt meira en upphöfin þekkt.
Þorlákstiðir hafa stundum verið nefndar brot úr messusöngsbók. Það er
alrangt. Messan er að kaþólskum skilningi sú endurtekna fórn Krists i
krossdauðanum og er þann veg mönnunum til sáluhjálpar. Tiðirnar eru
hins vegar sú andlega iðja manna að nálgast guðdóminn eða meðalgangara,
dýrling, með lofsöngvum og bænum. Ora et labora var sagt. Biðjið og
iðjið. Sums staðar var það framkvæmt svo, að lofsöngurinn féll aldrei
niður, heldur skiptust munkar eða klerkar á um það að halda uppi órof-
inni tíðagerð allan sólarhringinn, að messum reyndar óslepptum. Nefndist
þetta laus perennis, stöðug lofgjörð. Glögg merki þessa virðast ekki vera
fyrir hendi i því, sem varðveitzt hefur frá kaþólska tímanum hér á landi.
Hér tíðkuðust eins og annars staðar tíðagerðir, oftast 7 sinnum á sólar-
hring é seinni miðöldum. En taka verður fram, að hið fullkomna form
þeirra gat aðeins verið viðhaft í stærri kirkjum, þar sem voru fleiri prest-
ar og djáknar.
Þorlákstíðir eru rímtíðir. Textarnir voru í ljóðum latneskum, ortum
út af sögu hans, og kom það í stað kafla úr Davíðssálmum og hins venju-
lega less, en brot af því hafa varðveitzt og hafa verið gefin út í Biskupa-