Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 206
204
Ritfregnir
Skírnir
í inngangi bókarinnar getur höf. þeirra skýringartilrauna, sem áður
hafa komið fram á útskurði þessuin. Við rannsókn á fjölunum hefur hún
komizt að nýrri og nýstárlegri niðurstöðu, „að á þeim sé verið að sýna
hinn ægilega byzanzka dómsdag“. Það er nú meginverkefni þessarar bók-
ar að sanna þessa skoðun, þá er leitazt við að sýna fram á, að fjalirnar
hafi upphaflega verið í miklum skála í Flatatungu í Skagafirði, og loks
er grennzlast eftir þvi, hvaðan og eftir hvaða leiðum myndarefnið hefur
borizt. Er skemmst frá því að segja, að um megintilganginn, að myndirn-
ar lýsi býzönzkum dómsdegi, getur naumast verið nokkur minnsti vafi,
og hefur höfundur komið þar auga á óvæntan þátt í íslenzkri menningar-
sögu. Um hin atriðin munu fremur verða skiptar skoðanir, enda er sú
rannsókn á frumstigi í því ljósi, sem efni myndskurðarins varpar á við-
fangsefnið.
f sérstökum kafla lýsir höf. hinum býzanzka dómsdegi, en með því
heiti er átt við mynd, sem lýsir dómsdegi einkum samkvæmt prédikunum
hins heilaga Efraims, en hann var uppi á 4. öld. Fullkomnust er þessi
dómsdagsmynd talin um miðja ll.öld. f Vestur-Evrópu telur höf. aðeins
kunnar áður 5 slíkar myndir, og verður þessi þá hin sjötta.
í næsta kafla eru fjalirnar frá Bjarnastaðahlíð bornar saman, hver fyrir
sig, við myndir af hinum býzanzka dómsdegi, einkum mynd í dómkirkj-
unni í Torcello á Ítalíu og mynd í handritinu Grec 74, sem gert var í
Miklagarði, en er nú í París. Fleiri myndir eru og hafðar til hliðsjónar.
Hefur þessi samanburður tekizt svo vel, að höfundur kann að skipa öllum
fjölunum nema einni á réttan stað í dómsdagsmyndinni. Síðan hefur
Kristján Eldjárn sýnt fram á, að þessari fjöl er einnig hægt að finna
réttan stað i hinni miklu dómsdagsmynd.
Hinn býzanzki dómsdagur skiptist á eðlilegan hátt í tvo hluta eða
öllu heldur þrjá: Paradís, helviti og dómsdag. Er mjög misskipt fjölum
á milli þessara hluta. Tvær eru úr paradís, þrjár úr dómsdegi, en átta úr
lýsingu helvítis. Eru því að vonum stórar eyður i myndinni, en jafnljóst
er þó, að hún hefur verið stórfengleg.
í næstu köflum bókarinnar ræðir höf. um myndskurð í Flatatungu
og kemst að þeirri niðurstöðu, að Bjarnastaðarhliðarfjalir séu þaðan ætt-
aðar og að í hinum sögufræga skála í Flatatungu, sem eignaður var
Þórði hreðu, hafi hin mikla dómsdagsmynd verið í upphafi. Enn eru til
fjórar útskornar fjalir frá Flatatungu, en þær eru i öðrum stíl, Hringa-
rikisstíl, og líklega frá miðri ll.öld og mjög ólíkar Bjarnastaðahlíðar-
fjölum, hafa t. d. staðið lóðréttar í þili, en hinar láréttar. Samkvæmt lýs-
ingu manna, sem sáu Flatatungufjalir á 19. öld, á meðan þær voru miklu
fleiri, er mjög sennilegt, að þar hafi verið í útskurði efnisatriði úr býz-
anzkri dómsdagsmynd. Þetta styður mjög skoðun höf., þar eð ekki er
trúlegt, að á báðum þessum bæjum hafi verið býzanzkar dómsdagsmyndir,
hvor i sínum stíl. Einnig segir Daniel Bruun, sem kom á báða bæina, að
Bjarnastaðahliðarfjalir séu frá Flatatungu, en ekki er ljóst, hvort hann