Skírnir - 01.01.1960, Side 210
208
Ritfregnir
Skímir
ritasöfnun. Ámi Magnússon og stofnun hans. Sjötti kafli: Otgáfa fomrita
og rannsókn íslenzkra fraeða. Sjöundi kafli: Lokaorð.
Af yfirliti þessu má sjá, að hér em rædd öll þau atriði, er snerta hand-
ritamálið. Þau eru rædd af hófsemi og réttlætiskennd þess manns, er nú
má telja meðal allra fróðustu manna í íslenzkum fræðum. Hann þekkir
allar frumheimildir, er hann vitnar í, og er bók hans bæði fróðleg og
skemmtileg aflestrar. Ég tel því mjög æskilegt, að henni verði snúið á
danska tungu, svo að danskir fræðimenn geti kynnzt skoðunum hins ís-
lenzka visindamann, sem ekki verða véfengdar, ef lesnar em niður i kjöl-
inn. Islendingar verða enn um skeið að halda vöku sinni i þessu máli,
unz það er komið í höfn. Bókin hlýtur líka að sannfæra marga Dani, er
hana kunna að lesa.
A.J.
Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder fra vikingetid til
reformationstid. . . . II—V. Bókaverzlun Isafoldar. Reykjavík 1957—60.
Ég gat lítillega um útgáfu l.bindis þessarar bókar í Skimi 1956, bls.
266—268. Síðan hafa fjögur bindi komið út, og er nú rétt að staldra við
og athuga, hvernig verk þetta hefir verið af hendi leyst. Vitanlega em
engin tök á að birta hér neinn nákvæman dóm. Til þess er verkið allt of
yfirgripsmikið, en að nokkrum atriðum má víkja.
Verk þetta er ávöxtur af samstarfi fræðimanna frá öllum Norðurlanda-
ríkjunum. Ritnefnd af íslands hálfu hafa skipað Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörður og prófessoramir Þorkell Jóhannesson, Magnús Már Lámsson og
Ölafur Lámsson. Ritstjóri fyrir okkar hönd við fyrstu tvö bindin var
prófessor Magnús Már Lámsson, en þá var dr. Jakob Benediktssyni orða-
bókarstjóra bætt í ritstjómina, svo að síðan hafa þeir Magnús báðir borið
hita og þunga þess starfs og leyst það vandamikla verk af hendi með
mestu prýði.
Eins og ég tók fram í ritfregn minni 1956, bar óþarflega mikið á
ýmsum göllum í l.bindi ritsins. Hafa þeir að likindum stafað af skorti
á undirbúningi, höfundum einstakra greina hefir ekki verið ætlaður næg-
ur timi. Kalli prentvélarinnar hefir verið sinnt of samvizkusamlega.
Mér er sönn ánægja að taka fram, að mér virðast þau fjögur bindi,
sem siðan hafa komið, miklu betur unnin en fyrsta bindið. Kröfur rit-
stjórnarinnar til einstakra höfunda em nú meiri, og svo er að sjá sem ein-
stakar greinir hafi nú farið um miklu heitari hreinsunareld en fyrr. Lízt
mér sem ritið batni með hverju bindi. Er nú sýnt, að alfræðibókin verður
mesta merkisrit, miklu vandaðra en hægt var að gera sér vonir um eftir
útkomu fyrsta heftis.
Eitt vandamál, sem upp hlýtur að rísa í bók, sem fulltrúar svo margra
þjóða fjalla um, er afstaðan til hlutdeildar hverrar einstakrar þjóðar í
menningararfinum. Greinilegt er, að ekki hefir verið vandalaust að sigla
þar fram hjá öllum skerjum. Skiptir þá vitanlega miklu máli, hver til