Skírnir - 01.01.1960, Side 216
214
Ritfregnir
Skírnir
um haustið komið undir þak (bls. 202). Fullgert var húsið að mestu 1881,
og Alþingi kom fyrst saman í því l.júlí það ár (bls. 204). I alfræðibók-
inni er ruglað saman Alþingishúsinu og Stjórnarráðshúsinu, sem í fyrstu
var hegningarhús. „Tugthús var sett á Arnarhóli að konungs boði með
opnu brjefi 20. marz 1759“. Það mun hafa verið fullgert 1764, sbr. Klem-
ens Jónsson, Saga Reykjauíkur I, Reykjavik 1929, hls. 115.
Þessar villur, sem nú hafa verið taldar, eru þó smámunir hjá lýsing-
unni á andláti Guðmundar Kambans. Um það segir svo í bókinni: „K[amb-
an] samarbejdede under besœttelsen med tyskerne og blev ved befrielsen
dræbt, da han modsatte sig arrestationen“ (111,17). Orðið samarbejdede
hljóta allir að skilja í þessu sambandi svo, að átt sé við pólitíska samvinnu.
Engin gögn liggja fyrir um slíkt, og er raunar vitað mál, að Kamban var
á engan hátt viðriðinn pólitískt samstarf við Þjóðverja. Hviksögur gengu
um, að hann hefði þekkt persónulega einhverja þýzka herforingja, en
dönsk yfirvöld hafa ekki fært sönnur á þær. Orðið arrestation gefur líka
algerlega ranga hugmynd. Þeir, sem ætluðu sér að taka Kamban hönd-
um, höfðu ekkert umboð frá löglegum dönskum stjórnarvöldum. Hér voru
á ferðinni menn, sem lengi höfðu verið kúgaðir og langaði til að kúga
aðra. Dönsk stjórnarviild hafa líka viðurkennt sakleysi Kambans. Ég ósk-
aði þess, að Utanríkisráðuneytið léti mér í té skýrslu um víg Kambans
og afstöðu danskra stjórnarvalda til þess og fékk eftirfarandi svar:
UTANRlKISRÁÐUNEYTIÐ
Reykjavík, 17. október 1960.
Ráðuneytið vísar til viðtals við yður í dag varðandi vig Guð-
mundar Kambans.
Hinn 13. júlí 1945 birti ríkisstjórn Islands fréttatilkynningu þá,
sem hér fer á eftir:
„Er fregnin um víg Guðmundar Kambans barst hingað, var
sendiráði Islands í Kaupmannahöfn þegar í stað falið að afla fullr-
ar skýrslu um málið. Smám saman bárust fregnir af málinu, eink-
um þó i símskeyti sendiráðsins 27. f. m.
Ríkisstjórn Dana fyrirskipaði réttarrannsókn út af málinu; þótti
rétt að birta eigi opinbera greinargerð fyrr en árangur þeirrar
rannsóknar væri kunnur.
Nú hefur borizt skýrsla frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn, ásamt
fylgiskjölum, þ. á. m. nótu frá utanríkisráðuneyti Dana og skýrslu
dómsmálaráðuneytisins um árangur réttarrannsóknarinnar.
Þessi gögn sýna, að frumkvæðið að handtöku Guðmundar Kamb-
ans kom frá einhverjum manni, sem ekki hefur tekizt að hafa uppi
á. Að fyrirlagi þessa manns, fór undirforingi úr liði danskra frels-
isvina, ásamt þrem mönnum öðrum, heim til Kambans i Hotel-
Pension Bartoli, Upsalagade 20. Kamban sat að snæðingi ásamt
dóttur sinni, er mennimir komu. Flokksforinginn kvaðst þar kom-
inn til þess að handtaka Kamban. Það er ljóst, að hann neitaði mjög