Skírnir - 01.01.1960, Page 217
Skírnir
Ritfregnir
215
eindregið rétti þessara aðilja til handtökunnar og fékkst eigi til að
fara með þeim óneyddur, en að öðru leyti ber vitnisburði eigi
saman um hin næstu atvik. Náðst hefur til þriggja manna úr
flokknum, sem að handtökunni stóð, og halda þeir því fram, að
Kamban hafi veitt líkamlega mótspyrnu, en þrír hlutlausir sjónar-
vottar neita þvi, að svo hafi verið. Er Kamban neitaði að hlýðnast
handtökunni, miðaði flokksforinginn á hann skammbyssu.
Kamban hlýddi ekki að heldur, og skaut flokksforinginn hann þá
í gagnaugað og var Kamban þegar örendur. Tveir flokksmannanna,
er viðstaddir voru, voru vopnaðir vélbyssum.
Því fer fjarri, að nokkrar sakir hafi sannazt á Guðmund Kamban
um samvinnu við Þjóðverja i Danmörku á hemámsárunum. Hitt
er upplýst, að hviksögur hafa gengið um það, að hann ætti kunn-
ingsskap við háttsetta Þjóðverja og við Dani, er með þeim unnu.
Sýnist þar að leita ástæðunnar til þess, að til greina kom að hand-
taka hann. Hitt verður að leggja áherzlu á í þessu sambandi, að
augljóst er, að fyrirskipunin um handtökuna kom ekki frá neinum
ábyrgum aðilja, hvorki innan ríkisstjórnarinnar né meðal þjóð-
frelsishreyfingarinnar.
í nótu þeirri, sem danska utanríkisráðuneytið sendi sendiráði
fslands í Kaupmannahöfn að rannsökuðu máli, og dagsett er hinn
22. f. m., er tekið fram, að öll aðförin að Kamban sé Dönum hið
mesta hryggðarefni.
Orð ráðuneytisins um þetta atriði eru á þá leið:
„. . . at man fra dansk side pa det dybeste má beklage, at Pro-
fessor Kamban er blevet offer for den p&gældende aktion".
Danska utanríkisráðuneytið bætir því við, að það sé fúst til við-
ræðna um dánarbætur til ekkju Guðmundar Kambans, og er það
mál nú í höndum málafærslumanns frúarinnar".
í framhaldi af þessu lætur ráðuneytið þess getið, að fjármála-
ráðuneytið danska hefur greitt ekkju Guðmundar Kambans 6.000,00
d. kr. styrk árlega frá l.maí 1945 að telja.
F. r.
Henrik Sv. Björnsson.
Hér hafa nú verið birt hin opinberu gögn um málið, svo að enginn
þyrfti lengur að velkjast í vafa um, hvernig atburð þennan bar að hönd-
um. Væntanlega breyta útgefendur skekkjum þeirn, sem hér hefir verið
bent á í næstu útgáfu.
Halldór Halldórsson.