Skírnir - 01.01.1960, Page 223
Skímir
Ritfregnir
221
Árið 1802 var ekki bjart um að litast í skólamálum Norðlendinga, enda
lítill ljómi yfir þjóðlífinu í heild um þær mundir. Það ár voru brautskráðir
hinir síðustu Hólasveinar, aðeins fimm talsins, og var þar með lokið hlut-
verki hins forna Hólastaðar, því að árið áður hafði biskupsstóll verið af
tekinn á Hólum, enda biskupsembættið staðið óveitt frá því árið 1798, en
prentsmiðjan flutt á brottu árið 1799. Þessar þrjár stofnanir, er stóðu
undir reisn, veldi og virðingu Hólastaðar á liðnum öldum, höfðu raunar
átt í vök að verjast alla 18. öldina eins og öll islenzka þjóðin. Þá voru það
ekki beinlínis harðindi og hörmungar aldarinnar, sem riðu Hólastað að
fullu, heldur tilraunir danskra og íslenzkra ráðamanna til að leita nýrra
úrræða, er verða mættu landi og lýð til eflingar, þegar frá liði.
Vafalaust má enn í dag deila um réttmæti hinna róttæku ráðstafana,
er gerðar voru hér á landi um aldamótin 1800. Víst er um það, að þær
voru ekki gerðar af illum hvötum, en hitt er og jafnvist, að þær náðu ekki
tilgangi sínum, enda fóru í hönd langvinnar og víðtækar styrjaldir um
alla Evrópu með miklu umróti og erfiðleikum, sem Danaveldi fór ekki
varhluta af, en síðan hið mesta afturhaldstímabil í stjórnmálum álfunnar,
svo að þess var ekki að vænta, að mikið vænkaðist hagur íslendinga um
sinn. Á það má einnig benda, að hinar fornu og frægu stofnanir Islend-
inga, Alþingi, biskupsstólar og skólar, sem ýmist voru niður lagðar, færðar
til eða sameinaðar, voru ekki orðnar nema svipur hjá sjón og hagur lands-
ins á heljarþröminni, svo að eitthvað varð til bragðs að taka. En um hitt
verður ekki deilt, að Norðurland setti mjög ofan við hina nýju skipan
málanna, og til þess fundu Norðlendingar mjög, sem vonlegt var.
Þyngst féll Norðlendingum missir skóla síns, enda hófst barátta fyrir
endurheimt hans sama ár og hann var niður lagður. Þó sátu þeir skóla-
lausir í 78 ár, en fengu þá skóla, er bætti þeim aðeins að hálfu hinn forna
Hólaskóla, Gagnfræðaskólann á Möðruvöllum, er stofnaður var árið 1880.
Lengi framan af á þessi nýi skóli þó við margvíslega örðugleika að etja og
jafnvel stundum tvísýnt um lif hans. Þó tekur mjög að vænkast hagur
hans, eftir þvi sem líður að aldamótum, en árið 1902, á aldarártið Hóla-
skóla, brennur skólahúsið á Möðruvöllum, og er þá ákveðið að flytja skól-
ann til Akureyrar. Þar dafnar hann brátt vel og nær miklum þroska.
Stórsigur er unninn, þegar brautskráðir eru fyrstu stúdentarnir frá skól-
anum, vorið 1928, enda þótt þeir væru þá ekki nema 5 eins og á Hólum
126 órum áður. Sigurhátíð er þó ekki haldin fyrr en árið 1930, er Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri var breytt í Menntaskólann á Akureyri, en
um hann þarf ekki að fjölyrða, hann hefur frá upphafi verið ein merk-
asta menntastofnun þjóðarirmar og þolir áreiðanlega samanburð við Hóla-
skóla hinn forna, enda þótt fyllsta tillit sé tekið til breyttra tíma. Þannig
hefur framgangur skólamálsins á Norðurlandi haldizt mjög í hendur við
alhliða sókn islenzku þjóðarinnar i sjálfstjórnarmálum, atvinnuháttum og
menningarefnum á síðari tímum.
Ritið „Norðlenzki skólinn" segir sögu skólamáls þess, sem hér hefur