Skírnir - 01.01.1960, Page 224
222
Ritfregnir
Skírnir
verið drepið á, frá því vorið 1802, er Hólasveinarnir fimm eru brautskráð-
ir, til vorsins 1902, er skólahúsið á Möðruvöllum verður eldinum að bráð.
Lengst af þess tímabils var alls enginn skóli norðanlands, og gæti því
framangreint bókarheiti virzt hæpið, en við nánari athugun verður þó
ljóst, að svo er ekki, því að skólamálið er Norðlendingum hugstætt allan
þennan tima. Þeir sætta sig aldrei við missi skólans, og hinir beztu menn
norðanlands misstu aldrei sjónar af því marki, að lærður skóli risi aftur
af grunni á Norðurlandi.
Sigurður Guðmundsson skólameistari var giftudrjúgur forvígismaður í
hinni síðustu sóknarlotu Norðlendinga í baróttunni fyrir endurheimt norð-
lenzka skólans. Það var því bæði einkar vel til fundið og skemmtilegt, að
einmitt hann skyldi verða til þess að skrifa sögu skólamálsins fram til þess
tíma, er það var að komast yfir versta torleiðið. Þess kennir einnig, að það
er vígreifur og sigurglaður maður, er ó pennanum heldur, enda vann höf-
undur verk sitt á árunum 1929—1932, einmitt á því skeiði, er glæsileg-
asta áfanganum var náð. Sjálfur kvartar skólameistarinn um, að verkið
hafi verið honum seinunnið og torsótt, en hitt er þó sönnu nær, að frem-
ur megi undrast, hversu greiðlega það gekk, svo viðamikið sem það er og
víða að dregin föng til þess, en höfundurinn bundinn í annasömu embætti,
er gaf fáar og strjálar næðisstundir. Prentaðar heimildir að ritinu liggja
mjög á við og dreif, einkum í blöðum, en hinar óprentuðu í litt aðgengi-
legum bögglum skjala og embættis- eða einkabréfa, en auk þess stóð höf-
undur í bréfaskriftum við fjölda manns til undirbúnings þessu riti. Má
nærri um það fara, að könnun og öflun heimilda að slíku verki er ekk-
ert áhlaupaverk. Á ritinu er og hinn bezti fræðimannsbragur og þannig
fró öllu gengið, að auðvelt er hverjum þeim, er girnist og frekar vill kanna,
að sannprófa heimildirnar, og virðist mér sem öll þau vinnubrögð höfund-
ar fullnægi hinum ströngustu kröfum fræðimanna, enda er kunnugt af öðr-
um ritum hans, að hann tamdi sér mjög nákvæmni og samvizkusemi í
meðferð heimilda. Hins vegar er þess ekki að vænta, að þurr greinargerð
um rás viðburða fullnægði Sigurði Guðmundssyni i þessu riti fremur en
annars staðar, þó að hann vitnaði stundum til þeirra orða viturs manns,
að staðreyndir væru heilagar. Yfir ritinu öllu er mjög svo persónulegur
blær, enda ætla ég, að þeir, sem kunnugir voru höfundinum, sjái hann
oft ljóslifandi fyrir sér við lestur bókarinnar. Skólamaðurinn, hugsuðurinn
og mannþekkjarinn Sigurður Guðmundsson, sem mönnum hefur orðið svo
eftirminnilegur af öðrum ritum hans eða persónulegum kynnum, fær þarna
alltaf að njóta sín innan um fróðleikinn öðru hverju ritið á enda og fer
þar sums staðar á kostum. Eins og útgefandi tekur fram, hefði höfundur
vafalaust skipt um skoðun á einstökum atriðum, er hann tekur til með-
ferðar í ritinu, ef hann hefði sjálfur gengið frá þvi til prentunar síðar á
ævinni. Ef til vill hefði hann einnig hagrætt efninu að einhverju leyti ó
aðra lund. En vafasamt er, að verkið hefði grætt verulega á því í heild.
Líklega fer bezt ó því, að skoðanir þær, sem fram koma, séu allar frá