Skírnir - 01.01.1960, Síða 228
226
Ritfregnir
Skímir
Allir þeir, sem þátt áttu í því að koma þessari bók fyrir almennmgs-
sjónir, eiga skilið góðar þakkir.
Bjarni Vilhjálmsson.
Guðmundur Gíslason Hagalín: Fílabeinshöllin. — Norðri, Akureyri.
Prentverk Odds Bjömssonar 1959.
Á titilblaði þessarar bókar stendur skrifað, að hún sé „saga um hjóna-
band, ritstörf og bræðralag dýra og manna“. En hún er meira. Hún er
fagnaðaróður um kærleikann og öll heiðarleg störf, lofsöngur um fegurð-
ina, hvar sem hún birtist og hvenær: jafnt við sólarlag og sólaruppkomu,
gróðurangan vors og glit á hausti — fegurð í list og lífi; ævintýrið um
tilhlökkun og trega, von, söknuð og þrá. Og síðast, en ekki sízt, er hún
saga um einmanakennd mannsins, þörf hans á samúð, aðgát og nærfærai
í smáu sem stóm.
Bókin er full af lifandi persónulýsingum og fjölbreytni í frásögn og
atburðarás: Hreppstjórinn, Þórður á Sæbóli; Kristinn Kristjánsson, heim-
ilissmiður; Páll gamli, nágranninn; foreldrar höfundarins, Guðný og Gísli;
Guðmundur sjálfur; Unnur, konan hans; Þór, sonur þeirra — öll verða
þau lesandanum harla minnisstæð. Jafnvel aðeins af umræðum Þórðar
og Hagalíns um þann „ógnarbíld", Finnboga Rút, verður einnig hann
mjög skýr persóna. Aldrei hefur frásagnarlist Hagalíns náð hærra en í
þessari bók. Hvergi kynnist lesandinn honum sjálfum eins vel. Ég stað-
næmdist við frásögn af Þórði hreppstjóra (bls. 87). Lýsingin á vissum eig-
inleikum hans á vel við Hagalín sjálfan, ekki sízt þessi orð: „Frá fyrstu
bernsku hefur hann verið haldinn fíknkenndri forvitni og haft fmmstæða
nautn af hverju smávægilegasta tilbrigði orða og athafna þeirra, sem hann
hefur heyrt og séð, hefur frá upphafi verið gæddur frábærri athyglisgáfu,
fmmstæðri skopskyggni og ótrúlega nákvæmu minni, og frásagnargleð-
in er honum ástríða.“
Minnið og skopskyggnin hafa ef til vill ekki notið sín miður í sumum
fyrri bókum Hagalíns. En í Fílabeinshöllinni nær hófsöm, kímni blandin
alvara hámarki i mannlýsingum og frásögn. Honum verður ekki skota-
skuld úr að gera góðlátlegt gys að sjálfum sér til jafnvægis við þá glettni,
sem hann beitir aðra, en er ávallt græskulaus. Með öðm verður þetta til
að auka skilning á höfundinum og samúð með þeim, er hann segir frá.
Ágætasta söguhetjan er þó Unnur, kona skáldsins. Mynd þá, sem dregin
er upp af henni, hika ég ekki við að telja meðal beztu kvenlýsinga í bók-
menntum vorum frá síðari timum. Af öllum þeim, sem lesandinn minn-
ist að loknum lestri, verður Unnur ógleymanlegust. Má mikið vera, ef
Guðmundur hefur ekki hér eftir ástæðu til afbrýðissemi gagnvart þeim,
sem kvendygðir meta að verðleikum.
Áhrifamesti þáttur söguimar er 15. kaflinn, en hann fjallar mn hina
kvíðvænlegu bið höfundarins eftir fréttum af örlögum Unnar í sjúkrahúsi
úti við Eyrarsund, þar sem hún hefur gengið undir hættulegan uppskurð,