Skírnir - 01.01.1960, Síða 229
Skírnir
Ritfregnir
227
og fögnuðinn yfir að fá hana aftur heim heila á húfi. Sjaldan hef ég les-
ið svo áhrifamikla lýsingu á söknuði, einmanakennd og kvíða sem í upp-
hafi þess kapítula, né heldur ylrikari frásögn af gleði endurfundanna en
í lok þáttarins. Eigi aðeins feðgarnir njóta þess fagnaðar, heldur og fólkið
umhverfis og svo auðvitað dýrin: hænsnin, kisurnar og hundurinn Vigi.
Því að sagan er ekki einungis um menn, heldur og málleysingja. Hlut-
deild dýranna i rás viðburða og hamingju fjölskyldunnar setur bókina sér
i flokk meðal ritverka Hagalíns. Lýsingar hans á hænsnunum eru alveg
einstakar. Og frásagnirnar um hunda og ketti hjónanna i Lindarbrekku,
einkum vithundinn Víga, eru einnig með ágætum og eiga sér líklega
engan líka, síðan Þorgils gjallanda leið. Tamning þeirra og aðbúð öll
vitnar og um frábæra nærgætni, hollustu og sálfræðilega innsýn.
Sé að því spurt, hvar í flokk eigi að skipa þessari bók, getur leikið á
því nokkur vafi. Vísast skrásetja bókaverðir og safnarar hana í ævisagna-
flokkinn. Þó er hún eigi siður skáldskaparlegs eðlis. Finnist einhverjum
óviðfelldið i skáldverki, að persónurnar gangi undir sinum réttu eigin-
nöfnum, er þvi til að svara, að bókin hefur orðið enn þá lífrænni fyrir
bragðið. Hitt er efamál, að öðrum sé fær gatan í slóð Guðmundar. Sú
sporganga yrði, held ég, engum til ánægju.
Fílabeinshöllin er ein skemmtilegasta sagan, sem út hefur komið á
íslenzku í háa herrans tíð. Ásamt Blíít lætur veröldin, þykir mér hún
hafa mest listagildi af lengri sögum Hagalins. En hin nýja bók hefur
miklu meira lífsgildi. Auk þess sem í henni eru mjög fjölbreytilegar og
heillandi myndir af hugsunarhætti, lifskjörum og fólki frá þeim tima,
sem hún nær yfir, er þar að finna sjaldgæfa lýsingu á vinnubrögðum
höfundarins sjálfs.
Aðdáanleg er djörfung Hagalíns að taka til meðferðar jafnpersónulegt
og viðkvæmt efni og hér er gert. Fágun og smekkvís háttprýði eru meðal
höfuðkosta sögunnar. örðugt mun þó að sameina þær dygðir þeirri ein-
urð, sem um ræðir og sízt má án vera í bók sem þessari.
Vegna þeirrar frjóu lífsgleði, sem birtist þar á hverri blaðsíðu, er
hún líka einkar hressileg tilbreytni frá þeim innantóma bölsýni- og sorg-
arsón, sem kveðið hefur við í söng velflestra nútíðarskálda hérlendis um
alllangt skeið.
Hafi Guðmundur Hagalin því heila þökk fyrir sína ágætu bók.
Þóroddur Guðmundsson.
Indriði Einarsson: Menn og listir. -— Hlaðbúð 1959.
Indriði Einarsson var forvigismaður leiklistarinnar allan sinn aldur,
en fyrst og fremst varði hann í riti og ræðu þá hugsjón sína, að koma ó
stofn þjóðleikhúsi í Reykjavík. Sú barátta, og svo leikrit hans, mun halda
nafni hans ó blöðum sögunnar. En Indriði Einarsson var líka athugull
samferðamaður og léttur göngumaður i sinum bæ. Honum var innan
15