Skírnir - 01.01.1960, Page 230
228
Ritfregnir
Skírnir
handar að rissa upp skemmtilegar myndir af fólki á förnum vegi eða
vegamótum. 1 fjölmörgum stuttum tækifærisgreinum hans má rekast á
hið stutta, snögga lag, hraðfleyga athugasemd, sem lýsir upp umhverfið.
Greinar þessar voru á dreif í blöðum og tímaritum, en nú hefir dóttur-
sonur Indriða, Hersteinn Pálsson ritstjóri, safnað þeim saman, allmörgum
ef ekki flestum, í eina bók, en dóttir Indriða og móðir Hersteins, frú
Guðrún leikkona, ritað formála fyrir, Hlaðbúð siðan gefið út af venju-
legri vandvirkni og smekkvísi, sem er einkunn þess bókaforlags.
L.S.
Þórbergur Þórðarson: Ritgerðir 1924—1959. I—II. Heimskringla.
Reykjavík 1960.
Þegar litið er á rit Þórbergs Þórðarsonar í heild, hygg ég, að hæst
beri annars vegar ævisagnaritun hans, sjálfsævisöguna Islenzkan aðal
(ásamt Ofvitanum) og ævisögu séra Árna Þórarinssonar, en hins vegar
ritgerðir hans. Ritgerðarformið hefir alltaf hentað Þórbergi mjög vel.
Elztu rit hans — önnur en kvæði — eru ritgerðir, og fyrsta bók hans,
sem vakti verulega athygli eða öllu heldur olli hneykslum, Rréf til Láru, er
í raun réttri fremur safn ritgerða en samfelld heild. Með útkomu hennar
árið 1924 urðu ekki aðeins þáttaskil á rithöfundarferli Þórbergs sjálfs,
heldur markar og stíll bókarinnar tímamót í íslenzkri bókmenntasögu.
1 ritgerðasafn það, sem hér um ræðir, hafa aðeins verið valdar þær rit-
gerðir Þórbergs, sem birzt hafa, eftir að Bréf til Láru kom út. Virðist
eðlilegt, að skilin séu einmitt sett þar. Út af bókinni spunnust ritdeilur,
svo sem vænta mátti, og eru ritgerðir Þórbergs frá þeim tíma einhverjar
þær beztu, sem hann hefur samið, eins og Eldvígslan, svo að dæmi sé nefnt.
1 þessum eldri ritgerðum er ádeilan á kirkju, klerka og auðvald öflugust
og sett fram af hvað mestri rökfimi, dirfsku og ófyrirleitni. Hugsunin er
frumleg og skörp, mælskan frábær. Og ekki má gleyma skopinu og háð-
inu, sem oft er beitt á snilldarlegan hátt.
Ritgerðunum er skipað í flokka, og eru þó skilin hvergi nærri skýr.
Fyrirferðarmestur er bálkurinn um stjórnmál og jafnframt leiðinlegastur
að mínum dómi. Þar kemur það of oft fyrir, einkum í yngri ritgerð-
unum, að háðfuglinn Þórbergur bregður eðli sínu og verður einsýnn
stefnuboði, sem ekki stekkur bros og sést varla fyrir í ákefð sinni að gylla
dýrð Sovétrikjanna. Hér er eitthvað, sem minnir á heimatrúboðsræðu-
mennsku eða eitthvað í þeim dúr.
Þórbergi lætur mjög vel að segja frá. Hann kann þá fágætu list að
gera atburðalýsingar sjónhæfar. Með strandmenn til Reykjavíkur og
Vatnadagurinn mikli eru prýðileg dæmi um frásagnarsnilld hans. Af öðr-
um ritgerðum, sem gaman er að lesa á ný, má nefna ritdóminn Einum
kennt — öðrum bent, sem trúlega er einhver hinn skemmtilegasti, sem
skrifaður hefur verið á islenzku. Hins vegar er margt af því, sem birt er