Skírnir - 01.01.1960, Side 232
230
Ritfregnir
Skírnir
En hennar beið ógæfa, sem næstum reið henni að fullu. 1 sögulokin birt-
ir þó óvænt yfir aftur, og hún fær nýja trú á lífið og framtíðina.
Þessar fjórar aðalpersónur sögunnar eru lífi gæddar og eftirminni-
legar. Einna þekkilegastur er Einar, hrjúfur piltur og heilbrigður, en þó
haldinn nokkurri vanmetakennd. 1 lýsingu hans stillir höfundur sálfræði-
legum vangaveltum meir í hóf en annars staðar. En tilhneiging hans
tii að lýsa flóknu eða afbrigðilegu sálarlifi finnst mér lýta söguna. Sú
spurn vaknar stundum, hvort þetta eða hitt í fari sögupersónanna fái í
raun og veru staðizt. Það er erfitt að skilja sum viðbrögð Ástu, enda
ruglast höfundur í ríminu, þar sem hún er látin harma, að tilfinningar
hennar til Davíðs hafi vaknað um seinan (217. bls.). En löngu áður hafði
það runnið upp fyrir henni í tæka tíð, að hún elskaði hann (89. bls.).
Annars er lýsing Ástu einkar geðþekk, þótt torræð sé um margt. Þá er
og eitthvað mótsagnakennt við svallarann Hannes Viktorsson. Hann legg-
ur hatur á lögfræðinginn, sem hafði firrt hann dómi með snjallri vörn
fyrir rétti. Ef Hannesi var það svo mjög í mun að hljóta refsingu, hví
játaði hann þá ekki glæp sinn?
Þrátt fyrir alla sálspekina i sögunni er þó ekki fullnægjandi að nefna
hana einvörðungu sálfræðilega skáldsögu. Hún er einnig ádeilusaga. Á
víð og dreif er hér skotið inn hugleiðingum höfundar (sögumanns) um
Reykjavík og lífið þar. í þeim er fólgin ádrepa á margt það, sem ofar-
lega er á baugi í þjóðmálunum. Víða í sögunni er og komið við kaunin
hjá auðstéttunum og spilling ungu kynslóðarinnar dregin hlífðarlaust
fram. Stjórnmálaspillingunni er ekki heldur gleymt. Að þessum efnum
er einkum vikið í innskotsköflum, sem eru í fulllausum tengslum við
aðalpersónur sögunnar og tefja atburðarásina, sem vart má hægari vera.
Óhóflegar ýkjur í þessum köflum valda því og, að þeir stinga í stúf við
frásögnina að öðru leyti.
í stíl Halldórs Stefánssonar hef ég alltaf saknað mýktar. Orðavalið
er oft ærið tilviljunarkennt. Orðin nœmrd og glaðgóSur kann ég illa við.
Enn fremur ber nokkuð á þarflausri tilgerð í stíl, og skulu hér tilfærð
tvö dæmi: „f þessum hugsuðu orðum kemur gamla konan“ og „. . . snotr-
ar stúlkur, hverra einkasvipur talar fremur máli ástarinnar en metorða-
girni“. Hvort tveggja fer þetta illa í nútímasögu.
Með þessari sögu virðist það vaka fyrir höfundi að sýna, að ungir
menn verði að setja sér markið hátt og megi ekki slaka á kröfunum til
sjálfra sín, hversu freistandi sem það sé. Slík tilslökun verður upphafið
að óförum þeirra Aðalbjarnar og Davíðs. Að vísu tekst Einari ekki heldur
að koma áformi sínu í framkvæmd, en þá velur hann sér þá starfsgrein,
sem hvað gagnlegust er þjóðarbúinu. Þannig er hlutur hans gerður bezt-
ur þeirra fjórmenninganna í því margslungna pókerspili mannlífsins, sem
mörgum befur orðið ærið hált á bæði fyrr og síðar.
Gunnar Sveinsson.