Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 235
Skímir
Ritfregnir
233
lof fyrir hana, jafnvel úr hófi fram. Það var því mikils vænzt af næstu
bók hans, 1 sumardölum, þegar hún kom út.
Bók þessi er hvorki stór í broti né lætur mikið yfir sér. Hún skiptist í
fjóra kafla: 1 faðmi sólarinnar, Ástir, Sumardalirnir munu blikna og
Söngva til jarðarinnar. Eins og heiti þessi bera með sér, eru þetta ókaf-
lega jarðnesk ljóð. Yrkisefnið er lífið sjálft og vettvangur þess, jörðin,
náttúran. 1 fyrstu tveimur köflunum er einkum dvalizt við hinar bjart-
ari hliðar lífsins og tilverunnar, ort um vor og sumar, konur og óstir.
En innan um er þó að finna annan og daprari tón, sem ríkir í síðari
hluta bókarinnar. 1 þriðja kaflanum er það hugblær haustsins, sem er
seiddur fram, fylltur söknuði og trega.
Fjórði kaflinn (12 ljóð) er viðamesti hluti bókarinnar. Þar leggst
Hannes dýpra í hugsun en annars staðar, og honum er meira niðri fyrir.
Þessum kafla hefur hann valið einkunnarorð eftir „Stefán G.“: „— lífið
er guð og enginn guð nema það“. Hér er dregin upp mynd af stríðsguð-
inum, þar sem hann ekur norður himinboga í vagni sínum, sem svört-
um, fnæsandi folum er beitt fyrir, í áttina til jarðarinnar. Af ferð hans
stendur mikil ógn: „Stríðsguðinn! Næst gæti’ hann hrifsað burt himin
og jörð!“ Meðan vagnhljóðið nálgast, syngur skáldið lífinu söng sinn.
Hann víkur að sömu efnum og fyrr í bókinni: vorinu, unaði og verðmæt-
um lífsins, og hann boðar lífsnautn, meðan hennar sé kostur. Á hinn bóg-
inn er dauðinn skóldinu mjög hugstæður. Hannes er þeirrar trúar, að með
dauðanum sé öllu lokið, kirkjugarðurinn sé hin algera endastöð. Þessi trú
hans (eða trúleysi(?)) á drjúgan þátt í hinum angurværa og stundum
myrka alvörublæ, sem víða hvilir yfir kvæðunum.
Það verður ekki sagt, að Hannes hafi nýjan boðskap að flytja í bók
sinni eða ryðji nýjar brautir með vali yrkisefna. Það er hins vegar efnis-
meðferðin, sem gefur kvæðunum sérstætt gildi. Líkingar eru bæði frum-
legar og snjallar og koma skemmtilega ó óvart. Þær eru ekki eins fjar-
stæðukenndar og hjá sumum skáldbræðrum hans, löðrunga ekki lesandann.
Með nýjum og óvenjulegum tengslum hugmynda og hugtaka birtast þekkt-
ir hlutir eða fyrirbæri í nýju ljósi, öðlast nýjan lit, nýtt líf. Þrátt fyrir
nýstárleikann eru þessar myndir geðþekkar, og klaufalegar smekkleysur
finnast, held ég, ekki í bókinni. Allt er þar fágað, slétt og fellt.
En þó að kvæðin séu vel unnin, er samt einhvers að sakna. Þeim tekst
fæstum að hrifa hugann eða greypast í hann. Þau vantar skapsmuni,
skerpu, hita. Af þessum sökum er ekki laust við, að ánægjan yfir lestri
bókarinnar sé blandin dálitlum vonbrigðum. Ég hafði eiginlega búizt við
enn meiru.
Gunnar Sveinsson.