Skírnir - 01.01.1960, Page 240
II
Skýrslur og reikningar
Skírnir
2. Forseti skýrði síðan frá starfsemi á umliðnu ári. Gefnar voru út þess-
ar bækur: Skírnir, 133. árgangur, Annálar 1400—1800, V. b., 4. h., sem
inniheldur aðallega upphafið af Vatnsfjarðarannál yngsta, og bók um hand-
ritamálið eftir Einar Ól. Sveinsson prófessor, dr. phil.
3. Þá las gjaldkeri félagsins upp rekstrarreikning og efnahagsreikning
félagsins fyrir árið 1959, ennfremur reikning yfir sjóð Margr. Lehmann-
Filhé’s árið 1959 og reikning yfir afmælissjóð félagsins árið 1959. Höfðu
allir þessir reikningar verið endurskoðaðir af fyrverandi gjaldkera félagsins
og voru samþykktir af fundarmönnum. Eru þeir birtir hér á eftir.
4. Því næst skýrði forseti frá útgáfu bóka félagsins á þessu ári. Gefnar
verða út: Skírnir, 134. árgangur, Uppruni mannlegs máls, eftir Alexander
Jóhannesson prófessor, dr. phil., og Nöfn Islendinga árið 1703, rit eftir Ólaf
Lárusson prófessor, dr. phil., verður í II. b., 2. h., af Safni til sögu íslands,
öðrum flokki.
5. Fyrirhugað er að gefa út 1961: Skirni 1961, nýtt annálahefti og rit-
gerð eftir Nönnu Ólafsdóttur um Baldvin Einarsson.
5. Þá voru kosnir endurskoðendur félagsins, þeir Guðmundur Benedikts-
son bæjargjaldkeri og Gústaf A. Ágústsson endurskoðandi.
7. Þá var fundargerð lesin upp og samþykkt. Siðan sleit forseti fundi.
Einar Bjarnason.
Alexander Jóhannesson.