Skírnir - 01.01.1969, Page 8
6
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Norðmenn og íslendingar höfðu ekki lært að skrifa um þessar mund-
ir, svo að þeir frændur Ulfljótur og Þorleifur hafa verið eins konar
lifandi lögbækur, þegar lagasmíðinni var lokið.“ (Bls. 97). Svipað-
ar skoðanir sýnast koma fram í Nýrri íslandssögu (1966), þótt færri
orð séu þar viðhöfð, sbr. bls. 94.2
Hér virðist sem sé gengið að því vísu, að saman hafi verið settur
tiltekinn lagabálkur, og honum skilað munnlega til íslendinga. Verð-
ur ekki annað séð en fræðimenn hafi almennt með þögn eða berum
orðum sætt sig við, að svo væri í aðalatriðum frásögnin skilin, og
ekki talið ástæðu til verulegra efasemda né annarrar umþenkingar.3
Hér skal hins vegar út af brugðið og þeirri spurningu fyrst varpað
fram, hvort þessi hefðbundni skilningur á frásögn íslendingabókar
fái staðizt.
2.
íslenzkur réttur á miðöldum er ein grein germansks réttar og verð-
ur eigi skilinn, svo að viðhlítandi sé, nema ljósar séu þær grund-
vallarhugmyndir, sem germanskar þjóðir aðhylltust um lög og rétt
á þessum tíma.
í augum germanskra þjóða var rétturinn sameiginleg arfleifð
landsfólksins svipuð og trú þess eða tunga. Hann var ekki talinn
verk neins tiltekins einstaklings, heldur álitið, að hann væri nánast
einn þáttur í lífsviðhorfi allra þeirra, sem til þjóðfélagsins töldust,
og hyggi í vitimd hvers einstaklings. Venjubtmdin háttsemi manna
bar honum framar öðru vitni, og því er hann kallaður venju-
réttur.
Eðli sínu samkvæmt var venjuréttur þessi gamall og gróinn, hann
var sú forna skipan, sem staðið hafði frá ómunatíð að tali vitrustu
og trúverðugustu manna. Þessi venjuréttur naut mikillar helgi allra
þjóðfélagsþegnanna, því að sérhver hópur manna á miðöldum taldi
sig eiga skýlausan rétt á að vera stjórnað í samræmi við forna venju
og landssið, en ekki geðþótta neins stjórnanda. Tilgangur ríkisins
var öðru fremur bundinn við varðveizlu hins arftekna réttar.
Venjurétturinn þurfti hvorki að vera formlega settur né skráður.
Mjög var því undir hælinn lagt, hvort unnt væri að leita til lagatexta
í því skyni að fá vitneskju um efni hans. Eins og áður sagði, taldist
hann búa í réttarvitund þjóðarinnar - einkum trúnaðarmanna henn-