Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 17
SKÍRNIR
SENDIFÖR ÚLFLJÓTS
15
Um þetta segir Sigurður Nordal m. a., að líklegt sé, aS menn hafi
unnaS Þorsteini Ingólfssyni aS fara meS allsherj argoSorS af þrem-
ur ástæSum: í fyrsta lagi var faSir hans frumkvöSull landnáms, í
öSru lagi var hann sjálfur frumkvöSull aS þinghaldi á Kjalarnesi,
og í þriSja lagi var land þaS, sem til þinghalds var lagt, í útjaSri
landnáms Ingólfs.
Ef málum er í reynd svo háttaS sem hér segir, má þaS þó undar-
legt heita, hversu lítiS fer fyrir ætt Ingólfs og afkomendum, eftir aS
þá Þorstein Ingólfsson og Þorkel mána líSur. I því sambandi segir
SigurSur Nordal eftirfarandi: „Má því telja víst, aS þegar á Þor-
steins dögum, er Alþingi var sett, hafi aSrir menn í Kj alarnesþingi,
sem bæSi voru frændmargir, fjölreyndir og vitrir, ráSiS eins miklu
og hann, þótt ReykjavíkurgoSinn þætti þá enn borinn til mestrar
virSingar."21 Segja má, aS þessi skoSun sé nærtækust og eSlilegust,
enda í beztu samræmi viS orS þeirra heimilda, sem til eru. En áSur
hafa veriS talin fram rök fyrir því, aS óyggjandi verSur hún ekki
álitin.
Full ástæSa er því til þess aS líta á mál þetta frá öSru sjónarmiSi,
og er þá komiS aS hinni síSari spurningu: Er hugsanlegt, aS Ing-
ólfur hafi veriS talinn fyrsti landnámsmaSurinn til aS styrkja aS-
stöSu valdahópsins, sem virSist hafa staSiS aS Kjalarnesþingi? Á
miSöldum hefSi þaS ekki veriS neitt einsdæmi, þótt saga eins og Is-
lendingabók geymir um landnám Ingólfs hefSi veriS búin til. Slíkt
var ekki eins miklum örSugleikum bundiS og ætla mætti. VerSur
þaS auSsætt, þegar höfS eru í huga varSveizluvandamál þau, sem
viS var aS etja.
Hér verSur því aS vísu ekki haldiS fram, aS frásögurnar af land-
námi Ingólfs og sendiför Úlfljóts séu tilbúningur frá rótum, enda
þótt ekki sé unnt aS útiloka, aS svo kunni aS vera. Gegn því mælir
sérstaklega eitt: Ef hér væri um aS tefla algjöran tilbúning, er líklegt,
aS eitthvaS frekara hefSi veriS spunniS utan um. Þetta er hins vegai
ekki gert. Ari er fáorSur mjög um þessa atburSi og auSsætt, aS hann
hefur óglöggar spurnir af. Er þar vísbending um, aS hann hafi
stuSzt viS fornar sagnir, sem ekki hefur veriS auSiS aS fá frekari
vitneskju um. Þrátt fyrir þetta verSur ekki útilokaS taliS, aS þessar
fornu sagnir hafi upphaflega veriS búnar til, eins og áSur er getiS.
AS svo stöddu verSur þó aS telja sennilegra, aS hlutverk þessara