Skírnir - 01.01.1969, Síða 19
SKÍRNIR
SENDIFÖR ÚLFLJÓTS
17
sé hæfilega ólj óst og um það sé veruleg óvissa, enda tilgangslaust að
búa til sögur um það, sem er á hvers manns vitorði.
Um Úlfljót er fátt vitað, eins og áður er rakið, og má segja svipað
um hann og Ingólf. Ekki skal því þó haldið fram, að allt sé tilbún-
ingur, sem af honum segir, jafnvel þótt ekki sé unnt að útiloka slíkt.
Hitt er aftur mjög sennilegt að hlutverk hans sé verulega ýkt og það
hafi verið gert í því skyni að ýta undir, að komið yrði á tiltekinni
lagaskipan. Raunar er á ýmsan veg örðugt að átta sig á því, hver
vera kunni sannsögulegur kjarni frásagnarinnar um Úlfljót.
Aður er það nokkuð rætt, að Gulaþingslög kunni að hafa verið
til umræðu um það leyti, sem allsherjarríki var stofnað á íslandi,
og menn deilt um lög. Hafi þá Úlfljótur verið sendur til Noregs í
því skyni að leita lausnar ágreinings. En hann hefur einnig getað
komið við sögu með öðrum hætti. Vel má vera, að á Kjalarnesþingi
hafi verið maður - Úlfljótur að nafni - flestum fróðari um Gula-
þingslög, e. t. v. nýkominn frá Noregi, og hafi til hans verið leitað
um alla vitneskju, er laut að lögum þessum. Hafi vitnisburði hans
verið nokkur gaumur gefinn og af því spunnizt sagan um sendiförina
til Noregs.
Loks má vel hreyfa því, að sögn þessi sé síðar til komin og til búin
í átökum um, hvað gilda skuli sem lög í því skyni að skýra og rétt-
læta tiltekna réttarvenju, sem verið hefur í þágu tiltekins valdahóps.
Á sama hátt og Ingólfur er Úlfljótur kjörinn til þess að vera uppi-
staða í þess háttar sögu og fara með slíkt pólitískt hlutverk. Um
hann er nánast ekkert vitað, eins og áður hefur verið fram tekið,
og til þess að reka endahnútinn á alla óvissuna er hann settur niður
í sveit, sem telja verður mjög úr alfaraleið.
Þannig er pólitísk þörf að verki við myndun slíkra sagna. Þær geta
orðið til utan um einhvern sannsögulegan kjarna eða verið tilbún-
ingur frá rótum, og þær varðveitast að sjálfsögðu í minni þeirra,
sem hagsmuni hafa, meðan hún er fyrir hendi. Þegar hins vegar
þörfin minnkar, er hætta á, að mistri slái á, þótt þær gleymist ekki
alveg. Slíkt gerist, þegar tímar líða, réttarvenjan festist í almanna-
vitund, cg nauðsyn á þessari sérstöku réttlætingu hverfur. Ef þessar
sagnir eru á hinn bóginn síðari tíma tilbúningur í því skyni að rétt-
læta eða skýra ríkjandi ástand, hljóta þær eðli sínu samkvæmt að
vera hæfilegri þoku huldar.
2