Skírnir - 01.01.1969, Page 22
20
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
að Ari telur stjórn landsins þá hafa verið bezt farið meðan Gizur
fór með biskupsvöld. Orð hans um setningu tíundarlaga sýna að
hann hefur vitað hvílíkum deilum samsvarandi löggjöf olli í öðrum
löndum. Og það er naumast tilviljun að hann tekur sérstaklega fram
þátt Markúsar Skeggjasonar í setningu tíundarlaganna, þ. e. góða
samvinnu andlegra og veraldlegra valdsmanna um að skipa lögum
og rétti í landi.
En einmitt þessi grundvöllur þjóðfélagsins lék á reiðiskj álfi í deil-
unum 1120-21. Og hjá því fer ekki að þessar deilur hafa komið mjög
við Ara sjálfan, þar sem hann var skyldur og nátengdur báðum
deiluaðilum, þó að ekkert sé vitað um afstöðu hans til málanna. Og
víst er að biskuparnir báðir höfðu fulla ástæðu til að minnast þess
vanda sem þeir áttu mikinn þátt í að leysa á Alþingi 1121.“
Nú má telja víst, að byrjað hafi verið á að semja Landnámabók
á 12. öld,24 þótt ekki skuli nánar fullyrt um ritunartíma inngangs-
kafla þeirra, er geyma frásögnina af Ingólfi Arnarsyni. En sú ætlan
verður tæplega talin fráleit, að þeir séu ritaðir í svipuðum tilgangi
og líklegt er um íslendingabók, og það hafi einmitt mótað fram-
setninguna og orðalagið. Ef svo er, á kaflinn um Ingólf að sýna Is-
lendingum á ófriðaröld, að sá, er fyrsíur hyggði Island, hafi verið
maður friðar og trúar — landið hafi síðan verið byggt að dæmi
hans. Sama megi segja um niðja hans, þá er einna mestir höfðingjar
hefðu orðið á Islandi. Sonur hans Þorsteinn, hafi verið friðsamur
og ekki við deilur bendlaður. Hann hafi látið setja þing á ICjalarnesi,
„áður en Alþingi var sett“. Sonarsonur hans Þorkell máni hafi verið
lögsögumaður „og sá er einn heiðinna manna hefir bezt verið sið-
aður, að því er menn viti dæmi til“. Og til frekari áréttingar heldur
Landnáma áfram: „Hann lét sig bera í sólargeisla í banasótt sinni og
fal sig á hendi þeim guði, er sólina hafði skapað; hafði hann og
lifað svo hreinlega sem þeir kristnir menn, er bezt eru siðaðir.“ Son-
ur Þorkels hafi verið Þormóður, „er þá var allsherj argoði, er kristni
kom á ísland“.
Hvaða boðskap átti slík frásögn að flytja? Augljóslega þann, að
hin mestu stórvirki væru unnin undir merki trúar og friðsemdar,
slíkir höfðingjar hefðu haft forystu um landnám og upphaf allsherj-
arríkis á íslandi — og einnig komið við sögu, er tekið var við kristn-
um dómi. Þannig bendir allt til, að hinar fornu sagnir hafi fengið