Skírnir - 01.01.1969, Page 24
22
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Nú var hugmyndin um hinn gamla góða rétt - hinn forna venju-
rétt - kirkjunni á miðöldum engan veginn framandi. Þrátt fyrir þetta
hefur kirkjunnar mönnum ekki verið miður kunnugt um frásagnir
af löggjöfum, sem fært höfðu þjóðum sínum lög. Þær var að finna
á bókum, er án efa hafa verið skyldulesning flestra eða allra klerk-
lærðra manna á þessum tíma.
Fyrst er að sjálfsögðu að nefna Biblíuna sjálfa og þarf ekki lengra
að seilast en til Móses til þess að finna frásögn af forystumanni þjóð-
ar, sem færir henni lög, að vísu úr hendi Guðs, svo að nokkuð skortir
á hliðstæðu við Úlfljót.
Þegar Biblíimni sleppir, verður naumast bent á annað líklegra en
Alfræði Isidórs frá Sevilla.26 (Etymologiarum Libri XX.) Fimmta
bók rits þessa ber fyrirsögnina: De legibus et temporibus — og hefst
þannig: Moyses gentis Hebraicae primus omnium divinas leges sacris
litteris explicavit. Phoroneus rex Graecis primus leges iudiciaque
constituit. Mercurius Trimegistus primus leges Aegyptiis tradidit.
Solon primus leges Atheniensibus dedit. Lycurgus primus Lacedae-
moniis iura ex Apollinis auctoritate confinxit. Numa Pompilius, qui
Romulo successit in regno, primus leges Romanis edidit; deinde cum
populus seditiosos magistratus ferre non posset, Decemviros legibus
scribendis creavit, qui leges ex libris Solonis in Latinum sermonem
translatas duodecim tabulis exposuerunt. (Móses útlagði í heilagri
ritningu lög guðs fyrstur allra gyðinga. Foroneus konungur setti
Grikkjum fyrstur lög og dóma. Merkúríus Trimegistus færði Egypt-
um fyrstur lög. Sólon gaf Aþenumönnum fyrstur lög. Lýkúrgus setti
Spartverjum fyrstur rétt með þeim myndugleika, er Appolló hafði
veitt honum. Númi Pompilíus, sem næstur kom til ríkis eftir Rómul-
us, færði Rómverjum fyrstur lög; þar næst, er þjóðin mátti ekki
lengur afbera óstjórnina, skipaði hann tímenninga þá til lagaritun-
ar, er birtu lög Sólons í latneskri útleggingu á töflunum tólf.)
Samkvæmt þessum texta virtust margar hinar helztu þjóðir eiga
löggjafa - auctor legum - höfund laga sinna. Sýnist nú varla verða
fundin sennilegri skýring á því, hvernig orðum er hagað í íslend-
ingabók, en sú, að þar gæti áhrifa sömu hugmynda og texti Isidórs
ber vitni um. Þeir, sem unnu að lagaritun að Breiðabólstað í Vestur-
hópi veturinn 1117-18, hafa án efa verið handgengnir þessum fræð-
um og sama máli hlýtur að gegna um Ara fróða. Líklegt má telja,