Skírnir - 01.01.1969, Page 25
SKÍRNIR
SENDIFÖR ÚLFLJÓTS
23
að oftar en einu sinni hafi það borizt í tal um veturinn, hver væri
höfundur laga íslendinga, og eftir því verið grennslazt. Hefur þá
orðið fyrir mönnum óljós fróðleikur um Ulfljót þann, er til Noregs
hefði farið og haft þaðan einhverja lagavizku. Ari heldur þessari
fátæklegu vitneskju til haga, færir hana í búning, sem átti sér for-
dæmi á bókum annarra lærðra manna og ritar: „En þá er Island var
víða byggt orðið, þá hafði maður austrænn fyrst lög út hingað úr
Noregi, sá er Ulfljótur hét; svo sagði Teitur oss.“ Með þessu hafði
saga íslendinga fengið á sig snið og búning, er tilhlýðilegan mátti
kalla, íslendingar komnir í hóp þeirra mikilsháttar þjóða, sem Isi-
dór nefnir og um leið skýring fengin á uppruna hinna elztu laga
þjóðarinnar, sem var í samræmi við kenningu lærðustu manna. Óljós
íslenzk arfsögn fléttast þarna saman við hugmyndaheim lærðra
manna á miðöldum, og geymist þannig á bók síðari kynslóðum.
Heimildarmaður Ara er Teitur ísleifsson, afkomandi Þórðar
skeggja og um leið af ætt Bjarnar bunu, ef marka iná ættartölur.
Eru ættartengsl hans sem hér segir:2 7
Þórður skeggi
I
Helga Ketilbjörn Ketilsson að
Mosfelli
Teitur
Gizur hvíti
ísleifur biskup
Teitur
Sögnin um Úlflj ót hefur þannig varðveitzt í ætt Haukdæla — sögn,
sem ættfeðrunum hefur ef til vill einu sinni verið pólitísk nauðsyn
að halda fram, en sá fróðleikur síðan festst í vitund niðjanna og
orðið óljósari, þegar pólitísk nauðsyn var úr sögunni.
Eina athugasemd má að lokum gera við það, sem nú hefur sagt
verið, og er hún á þá leið, að engin rök, heldur einungis tilgátur,
hafi verið færðar fram fyrir því, að Ari hafi þekkt Isidór.28 Þetta