Skírnir - 01.01.1969, Qupperneq 53
SKÍRNIR
UM EÐLI ÍSLENDINGASAGNA
47
báðar þessar tegundir fjalla um ættgöfuga menn, sem leggja sérstaka
stund á hernað og ráða yfir löndum. í þeim er yfirleitt fólgið mikið
höfðingjalof; tilgangur slíkra sagna er að auka veg hetjunnar.
Umhverfi og hetjur í þessum sögum eru að verulegu leyti fjarlæg
höfundum, eða að minnsta kosti lesendum þeirra, en næst komum
við að fjórða flokknum, Islendingasögum, þar sem umhverfið er oft-
ast nær íslenzkt og hetjan ávallt íslenzk. Eins og þegar var vikið að,
þá eiga atburðir að gerast eftir að Islandsbyggð hefst, svo að þeir
eru ekki ýkja fjarlægir höfundi í tíma. Einsætt er, að höfundar
þekkja oft ágætlega til staðhátta, svo að atburðir eru látnir gerast á
sviði, sem þeir hafa þekkt af eiginni reynd. Persónur eru oftast
nær venjulegt fólk, bændur og bændasynir, húsfreyjur og vinnuhjón,
farmenn og flökkulýður. Þó er fólki þessu oft lýst á þann veg, að í
mannlýsingum koma fram lof og ýkjur, þótt sjaldan sé eins langt
gengið og í höfðingjasögunum. En eftirtektarvert er, að slíkra ein-
kenna gætir einna mest í þeim köflum, sem gerast utan Islands. Sög-
ur þessar bera glöggt með sér, að höfundar lýsa hvers konar fyrir-
bærum úr íslenzku þjóðlífi, sem þeir þekktu af eiginni raun, og ein-
hver gleggstu einkenni þeirra sem bókmennta er það, hve nálægar
þær eru höfundum og samtíð þeirra. Veruleiki sagnanna endurspegl-
ar ótal atriði, sem lesendur þeirra voru kunnugir, og margar per-
sónurnar voru hvorki betri né merkilegri en fólk það, sem hlýddi á
sögurnar. Lesendum og njótendum sagna var ekki endilega ætlað að
Kta upp til hetj unnar. íslendingasögur eru eina bókmenntagrein hér-
lenzk frá miðöldum, þar sem venjulegt fólk og athafnir þess urðu
höfundum að yrkisefni. Allt um það koma þó fram í sögum þessum
ýmis atriði, sem ekki voru sótt í reynslu höfundanna sjálfra. í fyrsta
lagi er um að ræða hvers konar yfirnáttúrleg fyrirbæri, svo sem
drauga, skrímsli, álög, álfa, drauma og önnur fyrirbæri. Hér verður
þó að fara varlega í sakirnar, því að ef menn trúa á drauga og
drauma, þá geta lýsingar á slíkum fyrirbærum verið býsna nálægar
ímyndaðri reynslu manna. í öðru lagi skildi það mjög á milli tíundu
aldar og ritunartíma sagnanna, að þjóðin hafði skipt um sið. Þetta
atriði fjarlægði sögualdarmenn frá höfundum sagnanna og lesendum
þeirra. A tíundu öld fóru menn í selfarir, riðu til þings, öttu saman
hestum, stunduðu heyskap, sviðu svið á haustin, gerðu til kola og
fengust við ótal aðrar athafnir, sem settu svip sinn á íslenzkt sveita-