Skírnir - 01.01.1969, Page 57
SKÍRNIR
UM EÐLI ÍSLENDINGASAGNA
51
hyllast bókfestukenninguna eða sagnfestukenninguna, eru einkum
fólgnar í því að þeir hika við að lesa sögurnar sem bókmenntir, sem
ritaðar voru á tilteknu tímabili og í ákveðnu menningarumhverfi.
Þeir hafa oft látið undir höfuð leggjast að bera þær saman við raun-
verulegar aðstæður (andlegar og félagslegar) á íslandi í þann mund
sem þær voru ritaðar, og á hinn bóginn hefur þeim láðst að gefa
gaum að eðli einstakra sagna, hvers konar bókmenntir þær eru,
hvert höfundar þeirra væru að fara, hvernig sé hægt að hera þær
saman við aðrar bókmenntir. En á þessu sviði hefur þó margt verið
gert vel. Sérstaklega vil ég minnast verka Einars Ól. Sveinssonar, sem
ritað hefur af mikilli skarpskyggni um sérkenni Njálu, Eyrbyggju,
Laxdælu, Vatnsdælu og annarra sagna.11
Eins og þegar hefur verið gefið í skyn, beita miðaldafræðingar
öðrum rökum og forsendum við sagnarannsóknir sínar en tíðkast í
verkum arfsagnamanna. Þeir ætlast til þess, að allar rannsóknir hefj-
ist með sögunum sj álfum og eigi að kanna þær í sambandi við heild-
armenningu íslendinga á þeim tímum sem þær voru ritaðar. Gera
verður ráð fyrir því, að þær hafi verið ritaðar í ákveðnum tilgangi
og handa ákveðnum lesendum eða áheyrendum. Hugsanlegt er að
einstakir höfundar hafi haft þröngan hóp í huga, ella þá hafi verið
að skrifa fyrir þjóðina í heild. Nú vitum vér, að sögurnar voru látn-
ar skemmta heimilisfólki á sveitabæjum víðs vegar um land, og raun-
ar má segja, að sveitabærinn hafi verið sú þjóðfélagseining, sem
höfundar virðast hafa haft í huga. Þá virðist einnig mega gera ráð
fyrir því, að ætlazt hafi verið til þess frá öndverðu, að þær væru
lesnar upphátt, svo að hlutverk þeirra virðist vera hið sama og upp-
haflegur tilgangur.12 En hvað vakti þá fyrir höfundum þeirra?
Vildu þeir fræða menn um fortíðina, skemmta þeim, eða beita þess-
um frásögnum í því skyni að fræða þá um almenn vandamál? Með
öðrum orðum: að hve miklu leyti eru sögurnar sagnfræðilegs og
siðfræðilegs eðlis, og að hve miklu leyti eru þær skemmtibókmennt-
ir? Slíkum spurningum er ekki unnt að svara af neinu viti nema ráð-
ið sé yfir mikilli þekkingu á íslenzkum aðstæðum á tímum sagnarit-
unar. í formálanum að Islenzkum fornritum er að finna margar
prýðilegar athugasemdir um áhrif samtímans á sögurnar, en einhver
nýjasta rannsóknin á þessu sviði er ritgerð Björns Sigfússonar um
Hænsna-Þóris sögu.13 Hann sýnir þar glögglega, hve frásögnin um