Skírnir - 01.01.1969, Qupperneq 59
SKÍRNIR
UM EÐLI ÍSLENDINGASAGNA
53
sér stað. Söguleg þekking manna um menn og atburði tíundu aldar
virðist hafa haldizt merkilega vakandi um allt tímabil sagnaritunar
og raunar lengur. Ritstörf Ara fróða og eftirvera hans voru í háveg-
um höfð, og þess gætir hvað eftir annað, að menn séu hvattir til að
leggja stund á sögu þjóðarinnar og annan fróðleik. Höfundur fyrstu
málfræðiritgerðarinnar talar af velþóknun um hin spaklegu fræði
Ara, og í einni gerð Landnámu er sýnt fram á, að landnámaritun sé
þörf fræðigrein. Og höfundur Hungurvöku afsakar sig að setja á
skrá fróðleik um sögu Skálholts, en honum þótti það „börnum sín-
um og öðrum ungmennum vera í skyldasta lagi að vita það eða for-
vitnast,“ hvernig kristnin hafði magnazt hérlendis. Höfundar, sem
tóku sér fyrir hendur að fjalla um alkristið efni, urðu að keppa við
rit um veraldleg atriði. Allt bendir til þess, að áhugi þrettándu aldar
á landnámsöld og söguöld hafi verið svo lifandi, að þekking á þess-
um tímabilum hafi verið undirstöðuþáttur í menningu íslendinga.
Endurritun Landnámu á þrettándu og fjórtándu öld (af Styrmi
Kárasyni, d. 1245, Sturlu Þórðarsyni, d. 1284, Snorra Markússyni
á Melum, d. 1313, og Hauki Erlendssyni, d. 1331) sýnir þetta betur
en flest annað. Ritun Islendingasagna er svo nátengd efni Land-
námu, og gagnkvæm áhrif þessara rita eru svo mikil og alkunn, að
óþarfi er að fara um þau mörgum orðum. Þessi tengsl sýna ótvírætt
þá tilhneigingu sagnahöfunda að styðjast við ritaðar heimildir, þar
sem þess var kostur, en með því móti tókst þeim að velj a sögum sín-
um ákveðið svið í tíma og rúmi (þótt bæði staðfræði og tímatals-
fræði sé stundum ábótavant, þegar vel er að gáð) og láta þær íjalla
um raunverulegt fólk, þótt sumar persónur sagnanna séu víslega
skapaðar af höfundunum sjálfum. Með slíkri viðurkenningu er að
sjálfsögðu ekki verið að gangast undir þá órökstuddu skoðun, að
heimur sagnanna sé að verulegu leyti arfur frá söguöld. Á hinn bóg-
inn verður að fara varlega í þær sakir að beita hugtakinu skáldsaga
um þessar fornu bókmenntir, nema skilgreining á því fylgi með.
Hér þarf að leggja stund á alla gerð og eðli sagnanna sjálfra, stíl og
byggingu, fremur en að einblína á sannfræðina eins og oft hefur ver-
ið gert. Margir skáldsagnahöfundar á vorum dögum styðjast svo
rækilega við samtíðarmenn og samtíðaratburði, að þeim finnst sem
þeir verði að láta þess getið, að þar sé um skáldskap að ræða. Bók-
menntafræðingur, sem tekur sér fyrir hendur að rannsaka list Njálu,