Skírnir - 01.01.1969, Síða 61
SKÍRNIR
UM EÐLI ÍSLENDINGASAGNA
55
ákvarðanir, ekki af því að það lúti ofurvaldi örlaga eða norna, held-
ur af þeirri einföldu ástæðu að það misbeitir valfrelsi sínu, hvort
sem shkt gerist af heimsku eða ofmetnaði. Fyrir bragðið má það
teljast ógerlegt að skýra atburðarás íslendingasagna til hlítar nema
höfð sé í huga kristin siðfræði miðalda. Hér er því um atriði að
ræða, sem getur ekki verið komið úr arfsögnum, heldur hlýtur það
að vera runnið frá reynslu og menntun höfundanna sjálfra, svo að
enn tekur sagnarannsóknin okkur á vit höfundanna og knýr okkur til
að kanna umhverfi þeirra um leið og við reynum að skýra sögurnar.
Fyrir nokkru reyndi ég að lesa Hrafnkels sögu eins og mér virtist
sannlegt, að menntaður Islendingur á þrettándu öld hlyti að hafa
skilið hana, og um leið var ég að sjálfsögðu að gera mér ljósara,
hvað vakað hafði fyrir höfundi hennar.15 Eg komst þá brátt að raun
um, að ýmis helztu hugtökin í siðakerfi kristinnar trúar á miðöldum
sérkenndu gerðir manna og ræður, svo sem ágirnd, nauðsyn, óhóf,
freisting, frjáls vilji, hégómi, lítillœti, ofmetnaður, miskunn, óhlýðni,
ofmœlgi, sakleysi, samúð, réttlœti, sjálfsblekking. Sum þessi hugtök
kunna að hafa verið virt og mikils metin með heiðnum mönnum, en
í íslenzku riti frá þrettándu öld verður óhj ákvæmilega að telja þau
til kristinnar siðfræði, og hitt er algjörlega óheimilt að beita þeim í
því skyni að sérkenna siðahugsjónir heiðinna manna. Þessu til árétt-
ingar vildi ég einungis benda á tvö atriði. 011 þessi hugtök eru mikil-
væg í kristinni siðfræði, en vér vitum næsta lítið um gildi þeirra í
heiðnum sið. Og í öðru lagi mynda þau heilsteypt og rökfast mynztur
í Hrafnkels sögu, og kerfið í heild er í fyllsta samræmi við siðaskoð-
anir lærðra manna á tólftu og þrettándu öld. Að þessu leyti getur
Hrafnkels saga auðsæilega ekki verið forn arfsögn runnin úr heiðn-
um jarðvegi tíundu aldar, og þetta einkenni hennar sýnir, að höf-
undur hlýtur að hafa ætlazt til þess, að hún yrði að einhverju leyti
tekin sem almenn dæmisaga um mannlega hegðun. Þannig verður
að tengja eðli hennar við tilgang þann, sem höfundur hafði í huga.
En Hrafnkels saga er engan veginn eina fornsagan, sem sýnir merki-
leg tök á sálfræði og siðfræði miðalda: af svipuðum toga eru ýmis
atriði í helztu sögunum. Einsætt er til að mynda, að ofmetnaður og
andstaða hans lítillœti gegna lykilhlutverkum í mannlýsingum sagn-
anna. í þessu sambandi má til að mynda minna á Kj artan Ólafsson,
sem svo er lýst fyrst, að hann hafi verið hverjum manni lítillátari,