Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 62
56
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
en þó gerist hann sekur um mikinn ofmetnað, og þessi tvö öfl eigast
síðan við, unz hann sigrast á sjálfum sér og fellur varnarlaus fyrir
vopni fóstbróður síns eftir langa föstu. Þolleysi verður öðrum að
falli, svo sem Gretti, sem gat ekki stillt sig um að slá piltinn í kirkj-
unni og missir fyrir bragðið af skírslunni. Hvað sem rómantískir
hugarórar kunna að glepja fyrir skilningi manna nú á dögum, þá
munu forfeður vorir á þrettándu og fjórtándu öld ekki hafa verið í
vandræðum með að átta sig á eðli og tilgangi slíkra mannlýsinga.
í sögunum úir og grúir af vítum til varnaðar. Kristin siðfræði var
að sjálfsögðu mikilvægur þáttur í menntun íslendinga á tímabili
sagnaritunar.
í inngangi sínum að Glúmu í íslenzkum fornritum kemst Jónas
Kristjánsson svo að orði um Víga-Glúm, að örðugt sé að vita hvort
samúð okkar eigi að vera með honum eða á móti.16 Þessi efi fræði-
mannsins á ef til vill rætur sínar að rekja til rómantískra hugmynda
nítjándu aldar um hetjur íslendingasagna. Menn hafa oft á tíðum
talið sjálfsagt, að sögurnar séu lofgerðir um góðar hetjur, á svipaða
lund og gerist yfirleitt um höfðingj ahókmenntir, og fyrir bragðið
hættir þeim við að hafa óskoraða samúð með sagnapersónum á borð
við Kjartan Ólafsson og Gunnar á Hlíðarenda. Á miðöldum horfði
málið öðruvísi við. Þá vöndust menn við að meta sér einstakar
gerðir manna, orð og hugarfar, og þar sem flestir dauðlegir menn
eru þess megnugir að gera bæði gott og illt og láta stjórnast af góð-
um hvötum og illum, þá var ekki nema eðlilegt, að persónur Islend-
ingasagna yrðu svo samsettar. Lesendum er ætlað að taka afstöðu til
einstakra gerða Glúms fremur en að hafa eindregna samúð með
þessari persónu eða andúð á henni í heild. Raunsæi í mannlýsingum
Islendingasagna kemur einmitt fram í því, að höfundar þeirra gerðu
sér far um að eigna mönnum sundurleitar hvatir og gerðir, og mann-
lýsingin er fólgin í heildarsummunni af því, sem persónan gerir af
sér. Að vísu koma fyrir óblönduð illmenni í sumum sögum, en hitt
má heita mj ög sj aldgæft í hinum betri sögum, að lýst sé meinalausum
manni. En rómantískri hetjudýrkun hættir við að skipta sagnaper-
sónum í tvo andstæða hópa, og er ekki ótítt, að þá sé tekin eindregin
afstaða með vígamanni og afreksmanni, þótt söguhöfundur hafi vís-
lega skapað þessa mannlýsingu af flóknari forsendum.
Siðfræði miðalda veldur miklu um þær leikreglur, sem hhtt er í