Skírnir - 01.01.1969, Qupperneq 67
SKÍRNIR
UM EÐLI ÍSLENDINGASAGNA
61
Almáttugur er sá, sem svo snart hjarta og óhrætt gaf í brjóst Þorgeiri. Og
eigi var hans hugprýði af mönnum ger né honum í brjóst borin, heldur af hin-
um hæsta höfuðsmið.
Að lokum er vikið að hugrekkinu, er óvinir Þorgeirs höfðu lagt
hann að velli:
Svo segja sumir menn, að þeir klyfði hann til hjarta og vildu sjá, hvílíkt
væri, svo hugprúður sem hann var, en menn segja, að hjartað væri harla lítið.
Og höfðu sumir menn það fyrir satt, að minni sé hugprúðra manna hjörtu en
huglausra, því að menn kalla minna blóð í litlu hjarta en miklu, en kalla
hjartablóði fylgi hræðsla, og segja menn því detta hjarta manna í brjóstinu, að
þá hræðist hjartablóðið og hjartað í manninum.
Kaflar þessir koma fyrir á stöðum, sem eru næsta mikilvægir fyrir
byggingu sögunnar; tveir hinir fyrstu eru sinn hvorum megin við
fyrsta víg Þorgeirs, og hinir tveir sinn hvorum megin við fall hans.
En í þessum hugleiðingum birtast hugmyndir, sem kunnar eru í rit-
um húmanista á tólftu öld. Aðrir sagnahöfundar þekktu og studdust
við slíkar hugmyndir, þótt þeir kysu fremur að láta lesendur draga
grun af þeim en að ræða þær á svo áberandi hátt sem gert er í Fóst-
bræðra sögu.
Athugum nú að lokum eitthvert frægasta atriðið í Fóstbræðra
sögu, heimsókn Þormóðar Kolbrúnarskálds til Ogurs í ellefta kafla
sögunnar. Svo hagar til, að Þormóður hafði áður verið í þingum
við Þórdísi Grímudóttur í Ögri, en síðan kynnist hann Þorbjörgu
kolbrúnu og yrkir um hana mansöng. Eftir það fer hann heim til
sín, en hann er mikill gleðimaður og unir sér lítt í fásinninu á Lauga-
bóli.
Og er vetra tók og ísa lagði, þá minntist Þormóður þess vinfengis, er hon-
um hafði verið til Þórdísar, dóttur Grímu í Ogri; gerir hann þá heiman för
sína og leggur leið í Ögur. Gríma tók við honum með miklu gleðibragði, en
Þórdís reigðist nokkuð svo við honum og skaut öxl við Þormóði, sem konur
eru jafnan vanar, þá er þeim líkar eigi allt við karla. Það finnur Þormóður
skjótt og sá þó, að hún skaut í skjálg augunum og sá nokkuð um öxl til Þor-
móðar. Kom honum í hug, að vera mætti svo, að dælla væri að draga, ef hálft
hlypi, minnir hana á hið forna vinfengi, hvert verið hafði.
Þórdís mælti: „Það hef ég spurt, að þú hafir fengið þér nýja unnustu og
hafir ort lofkvæði um hana.“
Þormóður svarar; „Hver er sú unnusta mín, er þú talar til að ég hafi um
ort?“