Skírnir - 01.01.1969, Page 73
SKÍRNIR
HJARTAVÖRÐUR JÓNASAR
67
úrumynd, þessari myndlíkingu. í kvæðinu persónugerir Jónas nátt-
úruna: snjórinn verður tákn dauðans, jörðin er móðir alls lífs.
Þarna leikast á líf og dauði; skáldið, einstaklingur, er áhorfandi
að þessum samleik. „Dýravörður“ virðist hins vegar ekkert erindi
eiga þar. Shkt væri stílhrjótur, stórlega nykruð nýgerving. í öðru
lagi virðist það ekki geta orðið skáldinu nein „hughreysting að
horfa á mann, sem gengur rólega að verki sínu, eins og ekkert sé.“
Þessi „maður“ er alls óvitandi um hugarstríð skáldsins, - sem er al-
eitt, einstaklingur, vertu nú hraustur. Skógarvörður getur í engu
hjálpað honum í þessari angist dauðans; þar verður annað og meira
að koma til. í þriðja lagi stendur í báðum handritum kvæðisins
hjartavörður ekki hjartarvörður, eins og eðlilegt mætti telja, ef
Jónas hefði viljað, „að löndum hans heima á íslandi dytti fremur í
hug... hirtir.“8 í fjórða lagi stendur orðið í ákveðinni mynd,
hjartavörðurinn. Sennilega er því um að ræða eitthvað ákveðið, al-
þekkt, það sem skáldinu hefur þráfaldlega orðið hugsað til, - ekki
einhvern skógarvörð. Auk þess kemur orðið hjarta afar oft fyrir í
kvæðum Jónasar, hins vegar aldrei orðið hjörtur (nema ef vera
kynni í kvæðinu Alsnjóa). Það þarf engan að undra, þótt Jónasi
Hallgrímssyni verði tíðræddara um hjartað en hjörtinn.7 Eðlilegast
virðist því, að fyrri hluti kenningarinnar hjartavörður sé orðið
hjarta, - ekki orðið hjörtur. „Samkvæmt því mætti kenna karl-
mennskuna sem „hj artavörð“,“ eins og Sigurður Nordal segir. Þó
8 I OrSabók Blöndals eru yfir 80 samsetningar meS hjarta- aS fyrsta liS, og
er ávallt um orSiS hjarta aS ræSa, - aldrei orSiS hjörtur / hirtir. Af því
orSi koma hins vegar fyrir allmargar samsetningar, allar meS orSliSnum
hjartar- / hjart aS fyrsta liS. Þess vegna hlýtur lesendum fremur aS detta
í hug hjarta en hirtir\
7 Ég man þeir segja: „Hart á móti hörSu“, -
en heldur vil ég kenna til og lija,
og þó aS nokkurt andstreymi ég bíSi,
en liggja eins og leggur upp í vörSu,
sem lestastrákar taka þar og skrifa,
og fylla, svo hann finnur ei, af níSi.
Á nýjársdag 1845 [3]
Eftirtektarvert er, aS í erfiljóSum og minningar- eSa þakkarkvæSum, þar
sem Jónas talar um dauSann, kemur orSiS hjarta mjög víSa fyrir, svo og
orSiS sól.