Skírnir - 01.01.1969, Page 74
68
TRYGGVI GÍSLASON
SKÍRNIR
sýnist önnur skýring vera nærtækari (enda þótt kenningin sé án efa
margrætt orð).
Skýringarinnar er að leita í kvæðum Jónasar, hugmyndum hans,
- og trú!
Eitt á ég samt, og annast vil ég þig
hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu,
er himin sér og unir lágri jörðu
og þykir ekki þokan voðalig.8
A nýjársdag 1845 [2]
Hugurinn býr í hjartanu. Þar á hið skapandi lífsafl (skáldsins)
heima, sál og andi, sem vegna kulda og hörku heimsins verður að
varða þolgæði; einstaklingur, vertu nú, hraustur. Það er þessi gamla
hugmynd um bústað lífsandans í hjartanu, sem býr að baki kenning-
unni hjartavörður. En hver er þá hjartavörðurinn, vörður sálar, -
og lífs? Sennilegast virðist, að það sé sólin, - sólin sem mynd guðs.
Um sólina sem tákn guðdómsins eru líka fjölmörg önnur dæmi í
kvæðum Jónasar Hallgrímssonar.
Eilífur guð mig ali
einn og þrennur dag þenna!
lifa vil eg, svo ofar
enn ég líti sól renna.
Hvað er svo glatt sem hið góða
guSsauga? Kemur úr suðri
harri hárrar kerru,
hjarðar líkn og jarðar,9
Sólhvörf, 22. desember 1844
8 Hugmynd sú, er býr að baki síðari vísuorðunum tveimur, minnir á viðhorf-
in í kvæðinu Alsnjóa, einkum þau sem fram koma í síðustu vísu þess
kvæðis.
9 Kenningin harri hárrar kerru minnir mjög á kenninguna harri himna (Is-
lendingadrápa 22), svo og ýmsar aðrar guðskenningar í eddukvæðum og
helgikvæðum. Kenningin er mynduð á sama hátt og fjölmargar aðrar kenn-
ingar þessara kvæða, ss harri fagrgims hreggranns (Leiðarvísan 2), sbr
frekar CLAVIS POETICA: Deus, Christus. Hin háa kerra er sólin, en harri
sólar guð, guð í sólinni. Sbr frekar Sn E [1931] 17. Ekki er unnt að segja,
hvaðan Jónasi eru runnar þessar hugmyndir. Sólin er gamalt tákn guðdóms-