Skírnir - 01.01.1969, Side 79
SKÍRNIR
HJARTAVÖRÐUR JONASAR
73
Sannarlega „kemur [víða] fram algyðistrú Jónasar eða náttúrutrú“.
Hann er fanginn af þessari trú sinni. Það sýna tvö dæmi úr ljóða-
þýðingum hans.
A skólaárum sínum á Bessastöðum, sennilega veturinn 1826-
1827,13 þýddi Jónas upphaf sögukvæðisins Carric-thura eftir Ossí-
an, raunar aðeins ávarpsorð skáldsins Ullins.14 Jónas þýddi þetta
kvæðisbrot eftir hinni dönsku þýðingu Steen Steensens Blichers, en
þar er upphaf kvæðisins þannig:
Har du forladt dit blaae L0b i det H0je, Himlens guldlokkede S0n? Vesten
har aabned sine Porte, dit Hvilested er der. B0lgeme komme at beskue din
Skj0nhed; de l0fte deres bævende Hoveder, de see dig yndig i din Slummer,
men rulle skjælvende bort med Forbauselse. Hvil, o Soel, i din skyggefulde
Hule, og lad din Gjenkomst være i Fryd.15
Jónas notar fornyrðislag í þýðingu sinni, og 6 vísuorð verða að
6 vísum í þýðingu hans. Þýðing Blichers er nær orðrétt. Þar er engu
aukið við, ekkert fellt niður, og blær þýðingarinnar mjög áþekkur
fyrirmyndinni, litauðug og skrúðmælt lýsing persónugerðrar nátt-
úru. Jónas heldur þessum einkennum, víkur ýmsu við,16 - en einu
virðist algerlega aukið við: hugmyndinni um hina guðlegu sól:
!3 Sbr JH Rit I 390.
14 Kvæði þetta er nefnt Ur kvœSum Ossíans í LjóSmœlum I [18471, en síðar
hefur það gengið undir nafninu SólarljóS. Grímur Thomsen hefur einnig
þýtt þetta brot úr Carric-thura, sjá LjóSmœli Gríms Thomsens [1934] I
204-205.
15 Steen Steensen Blichers Samlede Skrifter I. K0benhavn 1920. 49.
I hinni ensku „þýðingu" James Macphersons hljóðar þetta brot á þessa
leið:
Hast thou left thy blue course in heaven, golden-haired son of the sky!
The west has opened its gates; the bed of thy repose is there. The waves
come to behold thy beauty. They lift their trembling heads. They see thee
lovely in thy sleep; they shrink away with fear. Rest, in thy shadowy cave,
O sun! let thy return be in joy. [The Poems of Ossian. Edinburgh 1896.
153-154.1
16 Við þetta kvæði hefur Jónas einnig skrifað en Variation, sbr KvœSi Jónas-
ar Hallgrímssonar í eiginhandarriti [1965] 5.