Skírnir - 01.01.1969, Page 88
82
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
hann að lokum dregst sjálfur inn í þá atburðarás sem hann lýsir.
Hann segir frá vandræðum sínum á þessa leið:
Óleysandi skuldbindíng er í því falin aS sjá og hafa séð. Skýrslunni hefur
ekki aðeins slegið inn í blóð sjálfs mín heldur er kvikan í lífi mínu runnin í
einn þráð með skýrslunni. Óforvarandis hafði ég verið ekki aðeins sjónarvottur
heldur einnig smiðvél ókunnra hluta. Hver mun velta fyrir oss steininum frá
grafarmunnanum, var eitt sinn spurt. Hver mun frelsa oss af skýrslu? (318)
Eftir öllu að dæma fjalla þvílíkar hugleiðingar ekki aðeins um
veruleikaskýrslu heldur einnig um mynd skáldsins af mannlegu lífi.
Það virðist óhjákvæmileg reynsla skáldsagnahöfundar - hversu
mjög sem hann annars leitast við að forma efnivið sinn hlutlægt og
ópersónulega — að persóna hans sjálfs og eigin reynsla fléttist sí-
felldlega saman við lýsingar hans.
Spurningin um veruleikann og spegilmynd hans í orðum kemur
einnig fram í hugleiðingum séra Jóns Prímusar:
Saga er einlægt eitthvað alt annað en það sem hefur gerst. Staðreyndirnar
eru roknar frá þér áðuren þú byrjar söguna. Saga er aðeins staðreynd útaf
fyrir sig. Og því nær sem þú reynir að komast staðreyndum með sagnfræði,
því dýpra sökkuiðu í skáldsögu. Af því meiri varfærni sem þú útskýrir stað-
reynd, þeim mun marklausari fabúlu veiðirðu úr ginnúngagapi. Sama gildir um
veraldarsöguna. Munurinn á sagnaskáldi og sagnfræðíngi er sá að hann sem
ég nefndi fyr lýgur vísvitandi að gamni sínu; sagnfræðíngurinn lýgur í ein-
feldni og ímyndar sér að hann sé að segja satt. (108)
Það má heita áreiðanlegt að séra Jón komi hér að efni sem einnig
hefur verið brýnt í huga skáldsins sjálfs. Þegar ég spurði Halldór
hvort persónurnar í Kristnihaldi undir Jökli - ég átti nánast við dr.
Sýngmann - ættu sér ákveðnar fyrirmyndir í veruleikanum, þá svar-
aði hann mér þannig:
Nei, Sýngmann er ekki lýsíng mín á einhverri „ákveðinni persónu", þeas
persónu sem sé kopíeruð úr veruleikanum. Það held ég mér sé líka með öllu
ógern'ngur, að draga upp persónu eftir veruleikanum. Ef ég hefði þann hæfi-
leika mundi ég áreiðanlega fara að skrifa ævisögur manna. Nú fer í staðinn
svo, að ef ég ætla að reyna að draga upp mynd, þó ekki sé nema í eftirmæli,
af raunverulegum manni, þá verður úr því skáldsagnapersóna, - og þetta sé ég
sjálfur þegar ég er búinn að draga upp myndina, en get aðeins ekki að því
gert. (Bréf til P. H. 24/7 ’69)
Sem dæmi um hvað skáldið gæti átt við með síðustu málsgrein-
inni, mætti hugsa sér minningar hans um Erlend Guðmundsson í