Skírnir - 01.01.1969, Page 94
88
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
P, ég held undantekníngalaust, þó mun épigenetique vera til, sömul. exobiology.
Það er hvergi til í þessu skopstælíng af minni hendi, það mun hver sá sann-
færast um sem les bækumar. Helgi Péturss er líklega sá maður sem fegurst
hefur skrifað íslenzka túngu á okkar tímum, maður má bara ekki hugsa um
efnið meðan maður er að lesa, fremur en maður má hugsa um efnið í Maríu-
sögu hinni miklu, sem eftilvill er fegurst skrifuð bók á íslenzku á tólftu öld.
En ef maður rekur efni Maríusögu mundu allir halda að maður væri að búa
út einhverja djöfullega skopstælíngu af innihaldi bókarinnar. Sama máli gegnir
ef maÖur greinir efnið í heimspeki Einars Benediktssonar. Eina setníngu held
ég að ég hafi úr Túnglgeislum eftir Þorstein Jónsson á Ulfstöðum, sem er víst
eini maðurinn fyrir utan sjálfan mig sem lesið hefur Helga Péturss upp til
agna. (Bréf til P.H. 24/7 ’69)
Hér má bæta því við, að þar sem talaS er um „varpslit í vörinni“
í lýsingu dr. Sýngmanns (166), þá er þaS „einsog á E.B. '70um“
samkvæmt sama bréfi.
ÞaS kemur ekki hvaS sízt fram í áSurnefndu bréfi aS Halldór tek-
ur furSuhugmyndir dr. Sýngmanns ekki alvarlega. Lýsinguna á lax-
inum frysta verSur líka aS skoSa sem hreint grín. En á hinn bóginn
er dr. Sýngmann engan veginn neitt flón. OrSræSur hans eru ljósar
og rökréttar, og hann heldur fast viS aS kenningar hans séu vísindi,
ekki trúarbrögS. ÞaS mætti kalla hann rasjónalista - orS sem skýtur
upp kollinum hér og hvar í bókinni - en þá er hann jafnframt ra-
sjónalisti sem hefur látiS rasjónalismann leiSa sig upp í skýin. Ef
til vill hefur Halldór meSal annars viljaS sýna fram á aS mannleg
skynsemi lúti í lægra haldi eSa breytist hreinlega í andstæSu sína ef
hún reynir aS þvinga fram lausn lífsgátunnar, hvaS sem þaS kostar.
Slík túlkun virSist enn sennilegri ef skoSanir dr. Sýngmanns og séra
Jóns eru leiddar saman, sem reyndar á sér staS í löngu samtali þeirra
á milli.
Umhverfis dr. Sýngmann standa svo nokkrir meShjálparar og
áhangendur. Hina praktískari hluti annast sumpart Helgi Jónsson
hreppstjóri frá TorfhvalastöSum meS sína stóru hesta, sumpart al-
þýSumaSurinn og skáldiS Jódínus Alfberg, eigandi tólftonnahíls og
upphafsmaSur PalísanderskviSu. Hér viS bætist framandlegri söfn-
uSur þriggja manna sem dr. Sýngmann hefur haft meS sér frá út-
löndum til þátttöku í „tilraunum“ hans: Saknússemm II - hinn forni
gulIgerSarmaSur og jökulsigrari Árni Saknússemm endurborinn í
Kaliforníu; Epimenides meS blómakrans um háriS; Gígjarinn meS