Skírnir - 01.01.1969, Page 95
SKÍRNIR
KRISTNIHALD UNDIR JOKLI
89
lútu sína. Um þessa menn, j ógaæfingar þeirra og annað ritúal segir
höfundur í áðurnefndu bréfi, að á þá megi líta sem
hippies eða flower babies, en það má líka kalla þá heimspekínga frá Los Ang-
eles, sem ég vona að enn sé mest heimspekíngabæli heimsins; og þar í útborg,
kallaSri Venice, var heimscentrum bítnikanna seinast þegar ég var í Los Angel-
es (1960 minnir mig), og ég vona þeir séu þar enn. Hinsvegar er Ojai, skamt frá
Los Angeles, hið gamla og nýa centrum heimsfræðarans sem Annie Besant
klakti út á sínum tíma; þar komst ég í bókasafnið, sem inniheldur ævisögur
Alcyones og gánga að mig minnir 40.000 ár aftur í tímann.
(Bréf til P. H. 24/7 ’69)
Sennilega hefur Halldór í lýsingu sinni á heimspekingunum þrem
- eða „determínöntunum“ (170, 173) eins og dr. Sýngmann kallar
þá á vísindaslangi sínu - brætt saman reynslu frá bæði fyrri og síð-
ari dvöl sinni í Los Angeles og nærsveitum. Árið 1930 birti
hann greinina „Krishnamurti í Ojai-dalnum 1929“.5 Hún fjallar
meðal annars um persónuleg kynni hans við þann mann sem Annie
Besant hafði básúnað sem „heimsfræðara“. (44) í Kristnihaldi
undir Jökli minnir dr. Sýngmann á aðstæður „hjá okkur í Ojai“.
(169) Hinir þrír útlendu meðhjálparar hans eru að minnsta kosti
einu sinni nefndir „mannkynsfræðarar“. (232) Þeir nefna aftur á
móti herra sinn og meistara „Maytreya lávarð" (t. d. 159, 198, 245,
253, 257), en það nafn kemur einnig fyrir í áðurnefndri grein, í til-
vitnun (50) til rits eftir Krishnamurti.
4
Óumdeilanleg aðalpersóna í Kristnihaldi undir Jökli er séra Jón
Prímus. Það er líka hin kynlega starfsemi hans sem skal rannsökuð
af umboðsmanni biskups. Séra Jóni eru tengd margs konar viðhorf
og skoðanir sem lesendur hafa mætt á ýmsum stöðum í verkum
Halldórs frá síðari árum. Sú mynd sóknarprestsins sem smám saman
birtist lesanda kann að virðast heilsteypt og sjálfri sér samkvæm
þegar á heildina er litið. En það er oft erfitt að henda reiður á
hinum einstöku dráttum og skeyta þá saman.
Það sem maður tekur ef til vill fyrst og fremst eftir í fari þessa
undarlega sálusorgara er hinn fullkomni skortur hans á guðfræði-
legri hreintrúarstefnu, hinn næstum því angistarfulli flótti undan
öllum kirkjulegum formum og störfum. Kirkja hans stendur harð-