Skírnir - 01.01.1969, Page 96
90
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
læst og í niðurníðslu. Um guðsþjónustur, skírnir, jarðarfarir o. fl.
er ekki að ræða af hans hálfu. Hins vegar helgar hann sig alls konar
praktískum sýslum sem nokkurs konar þúsundþjalasmiður héraðs-
ins: járnar hesta, gerir við lasna hnífa og kastarholur, kemur vél-
um frystihúsanna í gang o. s. frv. Laun fyrir þessa vinnu sína virðist
hann að miklu leyti fá í formi tilfallandi búsafurða frá fólkinu í
sveitinni: brauðhleif hér, harðfisksknippi þar. Á prestssetrinu, sem
er ámóta niðurnítt og ógestrisið og kirkjan, sést hann sjaldan, það
er fröken Hnallþóra sem er ráðskona fyrir þessu húshaldi sem varla
er nafn gefandi. En sóknarpresturinn á óblandna virðingu og vin-
semd sóknarbarnanna, eða eins og Umbi kemst að orði: „Við brugð-
ið vammlausu líferni séra Jóns samfara ástsæld og virðingu sóknar-
fólks; sennilega með eindæmum.“ (125-126)
Það er með öðrum orðum ekki beinlínis auðvelt að skilgreina
þann hugarheim og þá lífsskoðun sem býr að baki lifnaðarháttum
séra Jóns. Verulegur þáttur virðist þó vera eins konar auðmýkt og
virðing gagnvart einföldum hlutum, trygglyndi gagnvart hinu
smæsta verki, alger skortur mismununar milli stórs og smás. Talandi
dæmi þessa viðhorfs má til dæmis finna í eftirfarandi orðaskiptum
við Umba:
Þegar ég geri við brotna skrá, haldið þér þá hún sé dýrgripur ellegar læsíng
fyrir einhverjum fjársjóði? Á bakvið seinustu skrá sem ég lagaði var eitt
skötubarð og þrjú pund af rúgmjöli. Eg þarf ekki að lýsa því fyrirtæki sem á
þvílíka skrá. En ef þú tekur jarðlífið gilt á annað borð þá gerirðu við svona
skrá af síst minni ánægju en skrána fyrir ríkisbánkanum þar sem fólk heldur
að gullið sé. Ef þér líkar ekki þessi gamla ryðbrunna einfalda skrá sem einhver
bössusmiður gerði fyrir ómerkilega matarskrínu í fyrndinni, þá er ástæðulaust
fyrir þig að gera við læsíngu í stórbánka. (297)
Þetta er heimsviðhorf sem getur minnt á eftirlitsmanninn í Brekku-
kotsannál (1957), eftir því sem hann birtir hugsanir sínar í nætur-
samtali við Garðar Hólm í 16da kafla.
Viðhorf séra Jóns einkennast einnig af áberandi skorti á „and-
leika,“ sem stundum er orðaður næsta hranalega. Þegar dr. Sýng-
mann fer þess á leit við fornvin sinn að hann lesi með sér bæn, and-
mælir séra Jón: „Helst ekki vinur. Ég er kominn útúr öllu þesshátt-
ar. Nútíminn bustar í sér tennurnar í staðinn fyrir að fara með
kvöldbæn.“ (190) Einu sinni reynir Umbi að telja sóknarprestinn á