Skírnir - 01.01.1969, Page 104
98
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
sinni yitjað þess manns sem er allsvesall einsog snjótitlíngur á hjami, og birt
honum leyndardóm? Höfuðkonur veraldar mæla allar við mig einum munni:
María mey með jesúbútinn á hné sér; gullöld grikkja með þvottakonuhnútinn
og Venus úr Villensþorpi óbrotin og einskær með andlitið hulið í hárinu og
þjóhnappana bera; tíkargyðja goðsögunnar; meyhóra rómantíkurinnar; örlög-
kona Ibsens; sorgarmóðirin úr guðfræðinni, - þó umfram alt abbadísin góða
heilög Teresa af Spáni í leit að nýum jóni helga af krossi. (321)
Séra Jón lítur á Úu einmitt sem eins konar sjálfsagða opinberun,
veru sem réttlætir sköpunina blátt áfram með tilvist sinni og leysir
upp allar kenningar og boðskap. I samtali við dr. Sýngmann skír-
skotar hann til hennar sem lifandi vitnisburðar þess að heimurinn
sé réttur, þeirrar lífsdular sem hann sjálfur stefnir gegn skynsemis-
gagnrýni vinarins á stj órn heimsins:
Manstu þegar Ua hristi lokkana? Manstu þegar hún horfði á okkur og hló?
Tók hún ekki sköpunina gilda? Afneitaði hún nokkru? Mótmælti hún nokkru?
Það var sigur skaparans í eitt skifti fyrir öll. Alt sem var hversdagslegt og í
meðallagi, alt sem átti sér takmörk, það hætti að vera til þegar hún kom:
heimurinn fullkominn og ekkert skifti leingur máli. (185-186)
Það eru í raun réttri greinileg tengsl milli Úu og séra Jóns í af-
stöðu þeirra til lífsins, hvernig þau játast lífinu eins og það er, án
umræðu eða gagnrýni. Séra Jón skírskotar gjarnan til náttúrunnar,
til jökulsins, til fuglanna, til akursins liljugrasa sem séu sannari og
raunverulegri en manneskjurnar með öll sín orð og kenningar. Og
Úa leggur út af hinu einkennilega nafni sem hún hefur hlotið: „Þetta
er orð úr máli æðarfuglsins heima, úa-úa, hann kendi mér að skilja
Iífið.“ (265)
Einkennandi eru einnig ummæli hennar um dr. Sýngmann: „Hann
var mesti maður á jörðinni næst á eftir manninum mínum honum
séra Jóni Prímusi. En hann hafði ekki samhand.“ Þetta gerir Umba
undrandi, því hann segist þvert á móti hafa álitið að dr. Sýngmann
„hefði ekki aðeins haft samband, heldur sjálft Hið Mikla Samband
skrifað með stórum stöfum“, nefnilega „samband við æðri vitsmuna-
verur í fjarlægum sólþokum“. (281-282) En konan skýrir orð sín
nánar: „Hann vantaði það samband sem segir: elska skaltu drottin
guð þinn af öllu hjarta þínu allri sálu þinni og öllum líkama þínum,
og náúnga þinn einsog sjálfan þig.“ (282)
Eftir því sem hezt verður skilið uppfyllir séra Jón aftur á móti