Skírnir - 01.01.1969, Side 119
SKÍRNIR
DANTE Á ÍSLENZKU
113
Og hennar mynd úr gleymsku þankans greiddi:
ég Glákus mundi, er töfrajurtin forðum
á bekk með hafsins helgu guðum leiddi.
Þá dularreynslu, er ei fæst slcírð með orðum,
sá einn mun skilið fá, sem örlög rétta
Glákusar æti-urt af sínum borðum. (bls. 115)
Þetta er ekki heldur nógu nákvæmt, vegna þess aS Guðmundur
spillir hér dæmisögunni um Glák, sem er notuð sem óbein leið til
að lýsa því, sem ekki verður lýst með beinum crðum, þ. e. að hefj ast
yfir hið mannlega. Við inngöngu sína í paradís hafði Dante
skipti á mannlegu eðli og himnesku: hann hafði nokkurs konar
hamskipti alveg eins og Glákus Ovidiusar hafði gert. Lykilorðið hér,
sem var reyndar nýyrði eftir Dante á sínum tíma og um leið eitt af
aðalorðum Gleðileiksins - er einmitt „trasumanar“.
í Paradiso XVII, 103-5, ætlar Dante að fara að tala við langa-
langafa sinn Cacciaguida, sem hefur nýspáð um útlegð hans:
Io cominiciai, come colui che brama,
Dubitando, consiglio da persona
Che vede, e vuol dirittamente, ed aina.
(„Eg byrjaði eins og sá sem hikandi æskir ráða manns, sem sér og
vill vel og elskar“.) Guðmundur segir:
hóf ég nú máls, sem hann, er lýstur efinn,
hollráða þeirra að leita, er flóttamanni
af aðeins beztum vini verða gefin. (bls. 126)
Hinn virðulegi blær og kraftur, sem felst í orðunum: „che vede, e
vuol dirittamente, ed ama“ fer forgörðum í þýðingunni.
Paradiso XXXIII hefst á hinni frægu bæn sankti Bernhards til
Maríu meyjar:
Vergine madre, figlia del tuo Figlio,
Umile ed alta piú che creatura,
Termine fisso d’eterno consiglio,
Tu se’ colei che l’umana natura
Nobilitasti si, che il suo Fattore
Non disdegnö di farsi sua fattura.
(„Mey-móðir, dóttir sonar þíns, lægri og hærri en nokkur önnur
mannvera, sett mark eilífrar reglu, það varst þú, sem göfgaðir mann-
8