Skírnir - 01.01.1969, Page 130
124
ROBERTCOOK
SKÍRNXR
skilið Vita Nuova og það andlega gildi, sem Beatrísa Portinari hafði
fyrir Dante.
Megingallinn á forspjalli Guðmundar er sá, að hann leggur
of mikið upp úr sagnfræðilegum atriðum á kostnað heimspekilegra.
Deilur Gvelfa og Gibellína eru þegar öllu er á botninn hvolft síður
til þess fallnar að glæða skilning okkar á Gleðileiknum en heims-
fræði Dantes og guðfræði.16
Guðmundur fjallar í fáum orðum um heimsfræðina á bls. 10-11
og ýmislegt af því er ekki beinlínis til skilningsauka. (1) Fljótið,
sem Dante verður að fara yfir til að komast inn í hina jarðnesku
paradís hefur tvœr kvíslir: Letu „sem afþvær minningar um synd
og sekt“, eins og Guðmundur orðar það og Eunoe (sem Guðmund-
ur minnist ekki á), er endurvekur minningar um sérhvert góðverk -
sjá Purgatorio XXVIII. (2) Það er rangt að segja í sambandi við
Paradiso, að sálirnar „búi“ á plánetuhvelunum sjö. Þær birtast hver
á sínu rétta hveli, en þær búa hins vegar allar saman með englunum
og guði á tíunda hvelinu eða því „empýríanska“. Þetta er alvarleg-
ur misskilningur á byggingu paradísar Dantes.
Með þessari heimsfræði túlkar Dante guðfræði sína, en hún er
hins vegar kjarni kvæðisins. Guðmundur lætur sér fátt um guðfræð-
ina finnast og fjallar um heimsfræðina eins og hún væri aðeins
bakgrunnur sögulegs kvæðis: „Það er þetta fjarlæga og feiknlega
svið, sem Dante hefur valið sér til þess að kalla þar fram líf sitt og
samtíð, hin miskunnarlausu pólitísku og þjóðfélagslegu átök 13. og
14. aldar á Italíu...“ (bls. 11). Þetta er að hafa endaskipti á hlut-
unum: Gleðileikurinn fjallar fyrst og fremst um för sálar til guðs en
ekki um stjórnmál á þrettándu öld.
Þetta er allt og sumt, sem Guðmundur hefur að segja um þá and-
legu merkingu, er felst í kvæði Dantes: „Of langt mál er að skýra
hér frá þeim táknum og merkingum, sem spakir menn hafa fundið
og haldið sig finna að baki máls og mynda í Gleðileiknum. En það
má segja að sé nær endalaust. Ef til vill er hann allur ein stór tákn-
mynd“ (bls. 23). Ekki bætir þetta úr skák, einkum og sér í lagi vegna
þess, að hér á ekkert „ef til vill“ heima. Kvæðið er fyrst og fremst
táknmynd eða dæmisaga. En Guðmundur virðir þetta meginatriði
að vettugi.
Guðmundur minnist ekki á, að Dante hafi samið sinn eigin inn-